Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 100
orðinn þreyttur á holóttum og krókóttum malarveginum. Þá
geturðu gist á Klúku í Bjarnarfirði. Þar verður þér vel tekið og
þú getur losnað við vegastressið í sundlauginni og andað að þér
svölum og frískandi andvaranum sem berst til þín utan af
Húnaflóanum, alla leið norðan frá heimsskautaísnum sem hugs-
ar sér kannski að koma í heimsókn næsta vetur, í allra óþökk.
Ekki er að efa að þú sefur vel þarna í kyrrðinni, en hvað þig
dreymir veit enginn, enda einkamál hvers og eins. En ef þig
dreymir álfkonu í ljósum klæðum, skaltu endilega halda áfram
norður.
Þú keyrir norður Balana, undirlendið er nánast ekkert, en
þrátt fyrir það er landið ekki hijóstrugt. A hægri hönd er Húna-
flóinn, sléttur og blíður og andar rólega með þungum sogum
við fjöruborðið. Láttu það ekki blekkja þig, þarna hvílir ófreskja
sem hvenær sem er getur umturnast í óskapnað sem æðir til
lands með hvítfissandi brimsköflum sem engu eira sem á vegi
þeirra verður.
En vertu óhræddur, þig dreymdi jú álfkonuna í nótt sem var.
Innan stundar kemurðu þú að Kaldbakshorninu þar sem ógn-
þrungin hamrabelti næstum því slúta yfir veginn og brimið
svarrar undir. En þetta er aðeins stuttur spotti, fyrr en varir opn-
ast Kalbaksvíkin hömrum girt á þijá vegu. Fyrir víkurbotninum
er spegilslétt stöðuvatn og nú fmnst mörgum að þeir séu komn-
ir í tröllaheima. Allt er eitthvað svo óraunverulegt, eitthvað svo
tröllaukið og hrikalegt.
Þú keyrir fyrir Kaldbaksvíkina og áfram norður, framhjá göm-
lu eyðibýlunum Kolbeinsvík og Birgisvík. Þarna sjást einungis
grasigrónar rústir, þó bjuggu þarna stórar og fjölmennar fjöl-
skyldur um árhundruð og fram á miðja 20. öld. Þarna var lífsbar-
áttan háð í aldanna rás, þarna átti fólk sína drauma og þrár,
gleði og sorgir eins og annars staðar.
Þú ekur áfram, undirlendið er nánast ekkert. Veiðileysufjörð-
urinn birtist, þar sem enn er haldið við gömlum húsum. Þú
sneiðir fyrir fjörðinn og keyrir yfir Veiðileysuháls og við þér blas-
ir Reykjarfjörðurinn langur og mjór. A hægri hönd eru Kúvíkur,
einn elsti verslunarstaður við Húnaflóa. Þar er ekkert lengur að
sjá nema gamla húsgrunna og tvo stóra járnpotta sem hákarla-
98