Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 101
lifrin var brædd í svo lýsa mætti upp Kaupmannahöfn. Hefðar-
frúrnar þurftu að sjá til þegar þær fóru í hefðarsamkvæmin til
að stíga ekki í stóru og víðu pilsfaldanna og detta fram fyrir sig
í myrkrinu. En vissi nokkur þar úti að birtan kom frá hákarlin-
um sem var dreginn úr djúpunum á opnum bátum af bændum
og búandkörlum, sem kaldir og hraktir stóðu löngum við drátt-
inn í öllum veðrum og áttu varla málungi matar? Gömlu járn-
pottarnir standa þarna og ryðga. Ef þeir mættu mæla hefðu þeir
margt að segja.
En þú keyrir áfram og brátt blasir við þér gamla síldarverk-
smiðjan í Djúpavík. Hún húkir þarna ein og yfirgefm og horfir
út á fjörðinn og skilur ekkert í því hvers vegna síldarbátarnir
koma ekki inn drekkhlaðnir eins og áður. Þú stoppar vafalaust í
Djúpavík og virðir fyrir þér rústirnar og það sem eftir stendur af
byggingum. Þú veit kannski ekki að á sinni tíð var þetta stærsta
og fullkomnasta síldarverksmiðja í Evrópu og stærsta hús á Is-
landi undir einu þaki. En síldin fór og eftir er aðeins minning-
in, sem hula tímans er sem óðast að breiða yfir. Þú keyrir fyrir
Kjósarvíkina þar sem bærinn Kjós stóð, en fór í eyði eftir 1940.
Ekki er að sjá mikil landgæði þar. Landið er hijóstrugt, túnið lít-
ið og engjar fátæklegar. Þó óx þarna upp dugnaðarfólk sem átti
eftir að setja svip á þjóðlífið. Þú heldur áfram fram hjá bænurn
í Reykjarfirði með grösugan Reykjarfjarðardalinn á vinstri hönd.
Þar var oft margbýli, slægjur góðar, en með afbrigðum snjó-
þungt. Þú keyrir eftir snarbrattri hlíðinni í norðanverðum Reykj-
arfirði, fram hjá eyðibýlinu Naustvík þar sem stórri og myndar-
legri fjölskyldu var komið til manns á fyrstu áratugum þessarar
aldar. Þó er þar ekkert undirlendi og nánast ekkert tún og slægj-
ur dreifðar og lélegar.
Þú keyrir framhjá Gjögri, þar standa nokkur hús, sem nýtast
sem sumarbústaðir. Þarna var stærsta hákarlaverstöð við
Húnaflóa, ef ekki á landinu öllu. Frá Gjögri var sjórinn sóttur
öld eftir öld. Afram heldur för, Reykjanes er á hægri hönd,
stendur eitt og sér út við ysta haf. Þú ekur framhjá Reykjanes-
hyrnu þar sem hún stendur stolt og fögur og horfir til hafs eins
og hún sé að hafa eftirlit með sjófarendum úti á Húnaflóa. Tygg
og trú hefur hún staðið vörð árþúsundum saman.
99