Strandapósturinn - 01.06.2000, Blaðsíða 104
kynnast þeim betur. Lokaðu þá augunum og taktu nokkur skref
í áttina til heilagrar þrenningar, því þú getur ekki hafið ferðina
með opin augun. Þarna fyrir norðan er engin nútíð, aðeins for-
tíð.
Skjaldabjamarvík
Skjaldabjarnarvík heitir víkin sunnan undir Geirhólmsnúpi,
hún liggur fyrir opnu hafi en er þó vel skýld af Núpnum fyrir
norðanveðrum. Norðaustanáttin á greiða leið frá hafi og ber alla
jafnan með sér rigningu, súld og kulda. Og stundum hafísinn,
þennan landsins forna fjanda, en líka rekaviðinn, timbrið sem
er komið frá Síberíu og stórfljótin höfðu borið út í Hvítahafið
og straumarnir höfðu svo skilað á land til fátækra íslenskra
bænda sem tóku trjánum fagnandi höndum.
Landamerki Skjaldabjarnarvíkur að norðan eru í kletti sem
ber það virðulega nafn Biskup og er norðan til í Geirhólmsnúpi.
Þar eru jafnframt sýslumörkin milli Strandasýslu og Norður-ísa-
fjarðarsýslu. Syðri landamerkin eru um Bjarnarfjarðará sem skil-
ur að Skjaldabjarnarvík og Dranga, en í vestri markar hábunga
Dxangajökuls landameikin. Ysta nesið á Geirhólmsnúpi heitir
Hólmstá. Inn í tána gengur vogur sem gengur undir nafninu
Hólmstávogur, en í seinni tíð fékk hann nafnið Pétursvogur og
verður síðar vikið að þeirri nafngift.
Nokkuð innarlega í Hólminum er sylla er Eyvindarsylla nefn-
ist og neðan undan henni er Eyvindargjá. Þarna á Fjalla-Eyvind-
ur að hafa leynst, hversu lengi veit enginn, að minnsta kosti einn
vetur og kannski nokkur ár. Gott útsýni er frá Eyvindarsyllu yfir
landið í kring. Skúti var í syllunni, þar sem Eyvindur á að hafa
haft bæli sitt, en nú mun vera hrunið yfir skútann. Ekki hefur
Eyvindur getað leynst þarna nema í góðri samvinnu við bónd-
ann í Skjaldabjarnarvík og vafalaust hefur völundurinn Eyvind-
ur gert við áhöld og amboð fyi'ir bóndann í þakklætisskyni fýrir
að leyna honum fyrir þeim sem vildu hafa hendur í hári hans.
LTpp og norður úr víkinni gengur dalur sem Norðdalur nefn-
ist og skilur Hólminn frá hálendinu. Dalur þessi er ekki stór, þó
102