Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 110
var ættaður af Ströndum. Þessir kappar munu hafa verið þarna
um 1763. Vitað er að Fjalla-Eyvindur hafði bæli í Geirhólmsnúpi
auk þess eru sagnir um að hann hafi átt kofa í Bjarnarfirði enda
er þar stutt til fanga, bæði silungur, selur og fugl. Ekki er ótrú-
legt að Abraham, Arnes og Halldór hafi haft félag með þeim Ey-
vindi og Höllu. Það er athyglisvert að ekki eru sagnir um ójöfn-
uð þessa fólks, það er því nokkuð víst að þau hafi búið þarna í
góðri sátt við heimamenn, enda hefur þeim verið það kappsmál
að eiga bandamenn sem gátu aðvarað þá og skotið þeim undan
sýslumönnum er leituðust eftir að handsama þá. Sagnir eru um
að Halldór Jakobsson, sýslumaður á Felli í Kollafirði, hafi gripið
Fjalla-Eyvind og Abraham að Dröngum 1763.
A sögutíma Islendingasagna eru nrargar frásagnir um að
bændur hafi farið norður á Strandir til að leita sér fanga. Ovíða
á Islandi hefur verið björgulegra með sjávarfang, fiskigengd
ótakmörkuð, selur á hveijum steini og stórhveli rak iðulega á
land sem gat gefið tugi tonna af dýrmætum mat, að ógleymdum
fugli og eggjum, en fugl varp í milljónatali í fuglabjörgunum
stóru, Horni og Hælavíkurbjargi. Og ekki má gleyma rekanum.
Allar fjörur hafa verið þaktar rekavið, stórum og smáum trjám
sem ekki hefur verið lítill fengur í skóglausu landi. Ekki má
heldur gleyma því að þarna giltu varla nokkur lög eða reglur
nema lögmál hins sterka. Sakamönnum var því mikil freisting að
leynast þar og sumir fóru með ránum og manndrápum, voru
hinn mesti ófögnuður svo heimamenn urðu að taka sig saman
til að reka þá af höndum sér. Þannig voru Strandirnar. Allt frá
landnámstíð voru þær sveipaðar dulúð, það var eitthvað ævin-
týralegt við þetta landsvæði sem freistaði ungra og kappsfullra
manna og landslagið gerði sitt til að vekja annarlegar kenndir.
Hvarvetna mátti sjá ógn í hamraveggjum, snarbröttum fjalla-
skörðum, æðandi brimsköflum og stórviðrum sem varla annars
staðar urðu slík. En þarna gat líka verið blítt og gott. Sunnangol-
an var hlý, sólin hvergi heitari, björgin gjöful, hvert sem litið var
blasti við yfirfljótandi matbjörg, fiskur, selur, hvalur, fugl og hver
lækjarspræna full af spriklandi og feitum sjóbirtingi. Land
allsnægtanna, bara að rétta út höndina. En þetta var ekki bara
land allsnægtanna heldur líka land andstæðanna. A svipstundu
108