Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 116
Ketilríður Jóhannesdóttir. Ekki áttu þau nema eitt barn saman,
stúlku er skírð var Matthildur Herborg eftir báðum íyrri konum
Benedikts. Ketilríður var einstök manneskja og öllum ógleyman-
leg er henni kynntust. Yfír henni var reisn og einhver göfgi sem
allir báru virðingu fyrir. Það hefur því verið nokkuð erfitt fyrir
Benedikt að segja konu sinni að hann ætti von á barni með
vinnukonunni, þó ekki væri það óalgengt á þessunr árum að
vinnukonur ynnu öll þau störf er húsbændurnir bæðu um. Þeg-
ar hann er búinn að stynja því upp, svaraði Ketilríður: „Vitirðu
þig eiga barnið, hafðu þá manndóm til að gangast við því.“
Benedikt hafði þann manndóm er til þurfti. En reisn Ketilríðar
og stórmennska er yfir alla meðalnrennsku hafin. Það er annars
athyglivert hversu rnikið var af stórum konum þarna norður frá
sem báru höfuð og herðar yfir bændur sína og umhverfi. Þau
hjón ólu svo barnið upp sem sitt eigið.
Bergur og Svanfríður hafa svo kynnst í vinnumennsku á
Dröngum. Þessi hjón voru einstakar manneskjur. Trúnrennsku
þeirra var við brugðið. Slíku ástfóstri tók Svanfríður við Jóhann-
es, þá yngsta barn þeirra Péturs og Sigríðar, að ekki hefði hún
getað orðið honum betri þótt hún hefði átt hann sjálf. Unr-
hyggja hennar fyrir Jóhannesi kom þó ekki í veg fyrir að hún
annaðist önnur börn þeirra hjóna af alúð og umhyggju. Ekki
leikur nokkur vafi á því að það hefur verið mikið happ að fá
þetta sónrafólk í sambýli í Skjaldabjarnarvík.
Afdrei minntust Pétur og Sigríður svo á Svanfríði og Berg að
ekki væri einhver hlýja í rómnum, þannig að ekki duldist hversu
vænt þeim þótti unr þetta heiðursfólk, þótt ekki væðu þau í pen-
ingum eða viðruðu sig upp við svokallaða höfðingja.
Lífið fer að færast í eðlilegt horf, efnahagurinn batnar, bú-
stofninn eykst. Aftur er farið að reka, senr þýðir meiri og betri
eldivið, auk þess að nú er hægt að dytta að húsum og jafnvel
byggja ný.
Þegar kemur franr á árið 1924, þann 9. apríl, elur Sigríður
dreng. Drengurinn er hraustur og allt gekk eins og í sögu, þótt
hvorki væru lærð ljósmóðir né læknir viðstödd. Barnið er skírt
Friðrik eftir afa sínum í Drangavík.
Svo er að sjá að tíðarfar hafi verið hagstætt 1924. Og nýi tím-
114