Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 122
meira, voru tekjur búsins öllu meiru. Það vekur athygli að þeir
Strandamenn sendu hangikjöt til sölu vestur á Isaþörð og virðist
Pétur hafa haft forgöngum um þau viðskipti. Að minnsta kosti
selnr hann kjöt fyrir nágranna sína í verslun Olafs Pálssonar á
Isafirði. 1929 selur hann 158 kg. af hangikjöti frá sjálfum sér
fyrir kr. 269.-, sem var allmikið fé í þann tíð. Auk |)ess seldi
hann álíka mikið kjöt íyrir aðra. Kjötið fluttu þeir á bát til Furu-
íjarðar og drógu það svo á sleða yfir Skorarheiði og þaðan með
Djúpbátnum til Isafjarðar.
Ut af Skjaldabjarnarvík eru gjöful fiskimið, sérstaklega var
gott að vera þar á skaki seinni part sumars og á haustin. Þeir
réru því til fiskjar á lítilli skektu, ekki bara til þess að afla fiskmet-
is fyrir heimilið heldur var saltfiskur lagður inn í verslunina á
Norðurfirði, eins og áður er getið.
Fyrstu árin þeirra í Skjaldabjarnarvík fóru þeir á skektunni
norður að Horni á hverju vori til að ná í fugl og egg. Leiðin
norður er erfið. Atta til tíu tíma róður er frá Geirhólmsnúpi
norður að Horni og fyrir nes og rastir að fara. Fuglinn og eggin
voru bjargræði sem ekki var hægt að láta fram hjá sér fara. Það
er tæpast hægt að seþa sig í spor þeirra er heima sátu, sáu litlu
skektuna hverfa norður fyrir Geirhólmsnúpinn og vissu ekki
hvernig þeim mundi reiða af fyrr en þeir komu aftur eftir hálf-
an mánuð, hlaðnir eggjum og fugli. Það er ekki heldur hægt að
gera sér í hugarlund hversu óskaplegt erfiði og áhætta það var
að afla heimili bjargar, en án þess að leggja þetta á sig var ekki
hægt að komast af.
Eftir að fjölskyldan stækkaði varð óhjákvæmilegt að auka við
húsnæðið. Ráðist er í viðbyggingu við baðstofuna. Byggð skúr-
bygging með járnklæddu þaki, þar sem í er stofa klædd innan
með panil, hið ágætasta herbergi, og svo geymsla. Þessa smíði
annaðist Finnbogi Guðmundsson, uppeldisbróðir Péturs frá
Dröngum, en með þeim hafði alla tíð verið mjög kært. Einnig
munu hafa komið að því verki listasmiðirnir úr Reykjafirði. Mik-
il breyting til batnaðar varð við tilkomu þessarar byggingar.
Rúmgóð og hlý stofa þiljuð í hólf og gólf.
A þessum árum var tíðarfarið fremur hagstætt, en á móti kom
að heimskreppan hélt öllu í heljargreipum atvinnuleysis og fá-
120