Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 125
um. Eins og hendi sé veifað er sjórinn orðinn að sjóðandi
nornakadi. Þeir reyna að berja upp í veðrið, en sjá fljótt að ekk-
ert verður við ráðið, sjórinn drífur yfir skektuna svo varla hefst
undan að ausa. Einn maður undir árum gerir ekki betur en að
halda skektunni upp í veðrið. Elvert einasta áratog er upp á líf
og dauða, því slái skektunni flatri þarf ekki að spyija að leikslok-
um. Pétur mun fljótt hafa séð að þessi barátta var vonlaus. Hann
sá aðeins eitt ráð, ekki gott vissulega, en áhættuna varð að taka.
I staðinn fyrir að reyna að beija upp í veðrið, slá þeir undan og
reyna að komast í skjól við Geirhólmsnúpinn. Það léttir þeirn
róðurinn að veðrið er svo afskaplegt að stórar öldur náðu ekki
að myndast heldur lemur veðrið sjóinn niðnr, en þeim mun
meira verður sjórokið. Klukkutíma eftir klukkutíma berja þeir,
róa og ausa, róa og ausa. Hvert áratog er yfirmannlegt, alla þá
krafta sem til eru og meira til verður að leggja í árina.
Tvisvar á leiðinni er Bergur orðinn svo máttlaus í handleggj-
unum að hann tekur ekki eftir því að árin rennur úr greip hans
og bátnum slær flötum. Bergur bregst við eins og hann gerði
alltaf er út af bar. Hann hallaði sér fram í gráðið og hló, önnur
viðbrögð kunni hann ekki og hvað gat hann svo sem gert. Þeirn
tókst að ná árinni aftur þar sem skektuna rak hraðar en árina og
komust í skjól við Núpinn, en þá tók við annar vandi.
Hvirfilbylirnir voru svo ofsalegir að þeir ætluðu ekki að geta
haldið skektunni á réttum kili. Þegar bylirnir voru afstaðnir og
lognið kom á milli varð að róa upp á líf og dauða til að komast
sem lengst meðan lognið varði. Þó mun ekki nema annar þeirra
hafa getað róið í einu því sífellt varð að vera í austri til að halda
skektunni á floti. Um síðir tókst þeim að komst upp í vog fremst
á Geirhólmsnúpi, vogur þessi var síðan kallaður Pétursvogur, því
það þótti nteð eindæmum að þeir skyldu komast lifandi í land.
Þegar í land var komið tók önnur hætta við, en það var grjót-
hrunið úr Hólminum. Rokið reif laust gijót þannig að lífshætt
var að vera á ferðinni. Þeir gripu því til þess ráðs að skríða með
berginu til að forðast gijóthrunið. í átta tíma stóð þessi barátta,
en erfiðast af öllu sagði Pétur síðar að hefði verið að hugsa til
konunnar heima með sex börn í ómegð.
Þegar veðrið skall á var skúta á skaki dýpra út af Skjaldabjarn-
123