Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 132
forðast sker og grynningar. Allt er nýtt og framancli og brátt
koma í ljós ókunn fjöll og ókunnir firðir. Svo er beygt inn í
Reykjarfjörðinn, þar sem framtíðarheimilið á að vera. Lagst er
að bryggju á Djúpavík, það þarf ekki að setja út bát til að kom-
ast í land. Kýrnar eru hífðar í land. Upp á bryggjunni er allt á
iði, allsstaðar er fólk. Við hafskipabryggjuna liggja skip sem eru
svo stór að varla er hægt að lýsa þeim og byggingarnar eru yfir-
þyrmandi. Ekkert þessu líkt hafa krakkarnir úr Skjaldabjarnarvík
augum litið, aldrei hafa þau getað ímyndað sér að nokkuð svona
lagað gæti verið til.
Sá elsti og næstyngsti eiga að fara með kýrnar inn í Reykjar-
fjörð landleiðina, um klukkutíma gang. litli snáðinn er feiminn,
hann er kominn í nýjan heim, óþekktan. Ailt er framandi og
hann veit ekki ennþá hvort þessi nýi heimur er vinveittur eða
ekki. Þeir bræður rölta á eftir kúnum. Það eru orðin kaflaskil,
það á að fara að skrifa nýja sögu, með nýju fólki í nýju umhverfi
í nýjum tíma með nýjum vonum og nýrri þrá. Þá eins og fýrr er
svarið falið í framtíðinni, hvert það verður geta þeir bræður ekki
gert sér í hugarlund, enda kannski eins gott. Meðan við ekki
þekkjum daginn í dag, hversvegna ættum við þá að heimta svör
við deginum á morgun?
130