Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 143
Óspakseyrarkirkja. Hún var byggð 1940, þá annexía síra Jóns á Kolla-
Jjarðarnesi. Ljósm.: A.S. 1969.
höfðu komið og reifaðar eru í bréfabókum Stranda- og Barða-
strandarprófastsdæma, fengu ekki framgang. Skal getið hér,
enda fallið í gleymsku, að 1906 hafði verð lagt til, að prestssetur
yrði aftur sett í Tröllatungu, en Garpsdalur annexía þaðan,
ásamt Fells- og Ospakseyrarkirkjum. Var þá sírajón Brandsson
frá Prestbakka orðinn prestur í Tröllatungubrauði, vígðist 31.
ágúst 1904, en síra Arnóri hafði verið veitt lausn frá embættinu.
Sat síra Jón hina fyrstu 4 vetur á Broddanesi, unz kirkjubygging-
in var ákveðin og prestssetursstaður settur á Kollafjarðarnesi.
Strandamenn voru nokkru færri en löngum áður á aldamót-
um 1900, samt að rétta við eftir harðindin á níunda áratugnum.
Voru þá á manntali 233 norður í Víkursveit, í Staðar- og Kald-
rananessóknum 529, í Tröllatungu-, Fells- og Ospakseyrarsókn-
um 480, en í Prestbakkasókn, sem þá náði aðeins inn að Borð-
eyri, voru 307. A byggingarári Kollafjarðarneskirkju voru 177 í
Fells- og 156 í Tröllatungusókn, en 4 yztu bæirnir í Kirkjubóls-
hreppi áttu frá fornu fari sókn inn að Felli: Kollafjarðarnes með
Hvalsá, Þorp og Smáhamrar.
141