Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 145
Sírajón Brandsson prófastur og Guðný Magnúsdóttir prófastsfrú.
1908 Guðnýju Magnúsdóttur frá Miðhúsum á Víkurdal og stóð
brúðkaup þeirra á Hólmavík. Settu þau bú á Kollafjarðarnesi og
bjuggu þar til 1954, um mörg ár í sambýli við Magnús organista,
son sinn, en sírajón hafði fengið lausn frá prests og prófasts-
störfum frá fardögum 1951, fullra 76 ára. Þegar hann lét af
störfum, varð Kollaþarðarneskirkja annexía í Hólmavíkurpresta-
kalli, en síra Andrés Olafsson sat frá upphafi prestsskapar síns
1948 á Hólmavík, og tók hann við prófastsstarfinu af sírajóni.
Fækkaði þá prestaköllunum í sýslunni og hafa síðan verið 3, að
Árnesi, Hólmavík og Prestbakka. Við embættislok síra jóns varð
Ospakseyrarkirkja annexía frá Prestbakka að nýju.
Getið skal þcss, að síra Jón Brandsson var snilldarmaður í
prestsverkum og var tónrödd hans svo falleg, að á orði var haft.
Á aldarminningarári liátíðarsöngva síra Bjarna Þorsteinssonar,
er fýrst voru prentaðir 1899, er vert að nefna að síra Jón tónaði
hina fögru hátíðarsöngva frá því snemma á prestskaparárum sín-
um. Prófastsfrúin var einnig músíkölsk, en á bernskuheimili
hennar var harmóníum og sönghefðin sat í fyrirrúmi. Magnús í
Miðhúsum hafði keypt vandað og dýrt harmoníum, er börn
143