Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 147
Áður fyrr var Hvalsá önnur
tveggja lénsjarða prestsins í
Prestbakkasókn, en þar var
þingabrauð til 1711, er Guð-
mundur Þorleifsson ríki gaf
kirkjunni sinn jarðarhelming,
og varð Prestbakki þá réttur
prestssetursstaður.
Kirkjuhúsið
Kollafjarðarneskirkju teikn-
aði Rögnvaldur Olafsson, lærð-
ur í húsagerðar- og kirkjulist í
Kaupmannahöfn. Hafði hann
teiknað kirkjuna í Hjarðarholti
í Láxárdal 1904 fyrir vin sinn og
velgjörðarmann, síra Ólaf Ól-
afsson. Fór af hróður víðs vegar og teiknaði Rögnvaldur þá
Húsavíkurkirkju 1907, en Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð
1912. Á Kollafjarðarnesi var sú kirkjugerð valin, sem á sér í 90
ár: í einu skipi 16 og hálf x 12 álnir, sérbyggður stöpull, 4x4 áln-
ir, og er upp af hár turn, 24 álnir með spíru. Ur suðvesturhorni
kirkjusalarins er uppgangur til sönglofts, en þar innangengt til
skrúðhúss og geymslu, en klukkur þar uppi yfir. Járnsteyptir
gluggakarmar með smárúðum og undir rómönskum boga, eins
og hvelfingin, eru innfluttir frá Kaupmannahöfn. Voru glugga-
karmarnir ekki öll nýlunda, en t.a.m. í Hóladómkirkju frá 1763,
Möðruvallaklausturskirkju 1866 og í Þingeyraklausturskirkju,
sem Ásgeir Einarsson lét byggja grjóthlaðna 1877. Það áhuga-
verðasta við kirkjugerðina á Kollafjarðarnesi 1909, auk þess sem
húsið er stílhreint og bjart, er byggingarefnið, en kirkjan var
gerð af steinsteypu, sem þá var ung byggingartækni. Elzta stein-
steypt kirkjuhús á Austurlandi er t.a.m. á Eiríksstöðum á Jökul-
dal 1913, 2 árum fyrr Þingeyrarkirkja við Dýrafjörð, sem Rögn-
Síra Andrés Ólafsson prófastur á
Hólmavík.
145