Strandapósturinn - 01.06.2000, Síða 148
valdur Ólafsson hlaut mikið lof fyrir í átthögum sínum og út í
frá, litlu yngri Undirfellskirkja í Vatnsdal.
Kirkjusmiðirnir á Kollafjarðarnesi voru Guðmundur Þorláks-
son og Guðmundur Guðmundsson, báðir úr Reykjavík og höfðu
nokkra reynslu af steinsteypunni. - Þegar síra Jón lét byggja
prestsseturshúsið eftir bæjarbrunann 1925, var steinsteypan
orðin algengt byggingarefni.
Hinn nýi kirkjugrunnur var haldfastur jölkulleir frá síðari
tertiertíma jarðsögunnar. Er sérstök ástæða til að geta þess, því
að Guðmundur G. Bárðarson vann hér ungur sveinn hin fyrstu
drög til jarðfræðisögu íslands, eins og Steindór Steindórsson frá
Hlöðum segir svo skemmtilega frá í bók sinni um íslenzka nátt-
úru- og verkfræðinga. Stefán kennari á Möðruvöllum hitti fyrir
hinn unga dreng á Kollafjarðarnesi á rannsóknarferð sinni um
Vestfirði nokkru fyrir aldamót. Síðan er sjávarstaðan kunn við
Húnaflóa, en skeljaljara þekkt býsna hátt yfir fjörumáli við Kolla-
fjörð.
Sjö árum eftir að kirkjan var byggð var álitið, að misbrestur
væri í múrnum. Kom þá Guðmundur Þorláksson kirkjusmiður
tilkvaddur norður til þess að athuga múrinn. Allt fór það vel, því
að veggsprungurnar reyndust aðeins vera í múrhúðuninni, en
ekki í hinum fasta grunni, allt um jarðklakann, en snjór sezt lítt
að kirkjuhúsinu. Bætti Guðmundur svo um, að vel hefur reynzt
allt til þessa.
Vígsla kirkjunnar og helztu munir
Að kirkjuvígslunni hinn 5. september fyrir 90 árum var fjöl-
sókt. Margmenni slíkt, að herra Þórhallur biskup telur einstakt í
Kirkjublaði sínu, fast að 400 mannsafnaðar. Skráir síra Eiríkur
prófastur á Stað vorið eftir að hann vígði kirkjuna, að húsið taki
allt að 180 í bekkjarsæti þ.m.t. loftið. Við kirkjuskoðun prófasts
var Magnús Sigurðsson á Broddanesi, nýkjörinn formaður sókn-
arnefndar, og tók hann við hinu nýja guðshúsi fyrir hönd safn-
aðarins. Var þá þegar komið orgelharmóníum í kirkjuna, en
altarisbúnaður og skrúði var úr báðum aflögðu kirkjunum. Tvær
146