Strandapósturinn - 01.06.2000, Side 151
voru Elín Júlíana Magnúsdóttir, barn húshjóna á staðnum og var
það hinn 18. desember 1909, fáurn dögum síðar Jón Oskar Páls-
son í Steinadal og svo Sigurlaug Karlsdóttir í Hlíð á annan dag
jóla, en á vígsluárinu eru skráðar 15 fæðingar í prestakallinu.
Hinn 22. maí 1910 var fyrsta fermingin í kirkjunni, 7 börn úr
heimasókninni og 2 úr Bitru.
Brúðhjón virðast ekki hafa verið saman vígð í kirkjunni fyrr
en 22. desember 1910 og voru það Jón Jóhannesson húsmaður
og Guðbjörg Jónasdóttir húskona, bæði í Steinadal. Hin næstu
12. janúar 1913: Ormur Hafsteinn Samúelsson bóndi og bústýra
hans Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Heydalsá.
Grafreitir voru ekki að nema fáum bænhúsanna, sem getið er
í Tröllatungu- og Fellssóknum, en með öllu ókunnugt á Kolla-
fjarðarnesi. Var tekinn upp kirkjugarður hið næsta nvju kirkjunni
og er svo að sjá af prestsþjónustubókinni að garðurinn hafi verið
vígður hinn 8. janúar 1910, en þá var gerð útför Þórðar Jónsson-
ar á Heydalsá, sem dáið hafði á aðfangadag, og Gríms Jónssonar,
ungbarns á Heydalsá, en hann dó 30. desember. Helga Jónsdótt-
ir húskona á Kirkjubóli, sem lézt á gamlársdag 1909, var ekki
jarðsungin fyrr en 17. janúar. Fram skal tekið, að sírajón skráir
ekki greftrunarstað sem nú er siður, en heimilt var að jarða á af-
lögðu kirkjusetri lengi eftir að kirkjulaust varð. Samt lætur að lík-
urn, að kirkjugarðurinn hefur verið færður út á 90 árum kirkju-
staðarins. Er frágangur allur til fyrirmyndar og umhirða, eins og
um kirkjuhúsið á Kollafjarðarnesi, þar sem var prestssetursstaður
í 42 ár og raunar nokkru lengur, er prófastshjónin bjuggu þar
áfram í 3 ár eftir að sírajón lét af embætti sóknarprests í Kolla-
fjarðarnes- og Ospakseyrarsóknum og prófasts Strandamanna.
Heimildir að framanrituðu, sem að stofni er ræða, flutt á 90 ára kirkjuafmæli á Kolla-
fjarðarnesi hinn 21. nóvember 1999, eru prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl
úr Strandaprófastsdæmi, bréfabækur prófastanna í Stranda- og Barðastrandarpró-
fastsdæmum, vísitazíugerðir prófasta og biskupa og kirkjuskoðun fornminjavarðar,
Matthíasar Þórðarsonar, Prestatal og prófasta, Kirkjublað 1909, Guðfræðingatal,
Lögfræðingatal, Islenzkar æviskrár, Strandamenn síra Jóns Guðnasonar og munnleg
frásögn Sigurðar Jónssonar og konu hans Jónu Þórðardóttur á Felli, Magnúsar Jóns-
sonar söngkennara áður organista og bónda á Kollafjarðarnesi og Sigfríðar Jónsdótt-
ur í Skálholtsvík.
Prestbakka, í lok kirkjuárs 1999, Agúst Sigurðsson prófastur
149