Strandapósturinn - 01.06.2000, Page 152
Gísli Guðlaugsson,
á Steinstúni:
Sporið tekið
í bæjar-
dyrunum
Á Þorláksmessu árið 1982 tók Torfi Guðbrandsson, skólastjóri
barnaskólans á Finnbogastöðum, viðtal við Gísla Guðlaugsson, á
Steinstúni í Árneshreppi, sem hljóðritað var á snældu. Viðtalið
íjallar um upphaf skemmtanahalds í Áineshreppi á fyrstu ára-
tugum tuttugustu aldarinnar og fleira því tengt, en eins og
mörgum mun kunnugt spilaði Gísli fyrir dansi á böllum í áratugi
og mundi þessa atburði. Árið 1988 færði Hilmar Hjartarson,
fóstursonur Gísla, viðtalið í ritað mál og birtist það í tímaritinu
Harmonikan sem hann gefur út (2. tbl. 1988).
Gísli var fæddur á Steinstúni 3. febrúar 1899 og átti þar heima
alla sína ævi. Hann dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík frá 1983 og lést
þar 27. janúar 1991. Kona Gísla var Gíslína Vilborg Valgeirsdótt-
ir frá Norðurfirði. Hún var fædd þar 28. aprfl 1898 og lést 20.
maí 1961. Þau eignuðust fjóra syni og ólu upp tvo fóstursyni.
Gísli og Gíslína bjuggu á Steinstúni öll sín búskaparár; frá
1927 til 1961. Auk þess að stunda búskapinn, sem aldrei var stór
í sniðum, vann Gísli ætíð mikið utan heimilis, m.a. á síldarstöð-
inni á Ingólfsfírði og við Kaupfélagið á Norðurfirði. Einnig vann
hann á ýmsum bæjum sveitarinnar, aðallega við smíðar og mið-
stöðvalagnir. Árið 1937 keypti hann lítinn trillubát, sem hann
150