Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 24
um, þar sem fyrstu bryggjunni var valinn staður og því mögulegt
að lenda þar í fjörunni. Gera má ráð fyrir því að strax og farið
var að seþa vörur þarna í land hafi verið gerðar þær lendingar-
bætur sem mögulegar voru, enda voru menn á þeim tíma ekki
óvanir að búa í haginn fyrir sig og sigrast þannig á erfiðum að-
stæðum. Má í þessu sambandi nefna „lendingarnar" sem voru
nánast á hverjum bæ, enda voru þær, ásamt bátnum, forsendan
fyrir því að hægt væri að sækja björgina í sjóinn.
Þá er ónefnt að utar í Breiðuvíkinni var nokkuð breiður
[u.þ.b. tvær bátsbreiddir] vogur inn í flúrurnar og vísaði hann
skáhalt út miðað við fjöruborðið. Þessi vogur hét einfaldlega
„Vogur“ og var svo djúpur að hægt var að lenda bringingabátun-
um í honum á háfjöru. Þegar það var gert var talað um að
„lenda útí Vog.“ Vegalengdin þaðan og heim í vörugeymslurnar
var á að giska 200 metrar og að hluta til þanggrónar flúrur og
oft laus þari. Vogurinn sést nú ekki. Hann er horfinn undir veg-
inn sem liggur út á Bergistangann. Reyndar er öll strandlengja
Breiðuvíkurinnar og fjaran á Tanganum nú horfinn miðað við
það sem var áður og fyrr.
Upphaf siglinga til Norðurfjarðar
Heimildir munu fyrir því að 1889 lét Verslunarfélag Dala-
og Strandamanna [stofnað 1886] setja vörur í land á Norður-
firði, en þá hafði verið stofnuð pöntunardeild úr því í Arnes-
hreppi. Telja má með nokkurri vissu að það sé upphaf siglinga
þangað.
I tilkynningu [kæru?] dags. 15. júlí 1894 semjakobj. Thor-
arensen, kaupmaður á Kúvíkum sendi sýslumanni Strandasýslu
segir: „....Félagsskipið flutti eða afhenti heilmikið af vörum í
land á Norðurfirði án þess að láta uppáteikna skipspapíra eða
gjöra neitt vart við sig hjá mjer. Og veit eg þjer náið enþá til að
láta Kapteinin betala sem til stendur...“ [skip Dalafélagsins voru
nefnd félagsskip].
I bréfi dags. 19. júlí 1894 segist Torfi Bjarnason í Olafsdal,
sem var formaður og framkvæmdasþóri félagsins, senda norður
22