Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 49
• Eyjólfur Valgeirsson frá Norðurfírði, 1943-1956
Eiginkona: Sigurbjörg Alexandersdóttir frá Kjós.
• Sveinn Sigmundsson frá Melum, 1956-1960.
Eiginkona: Jóhanna Ingólfsdóttir úr Reykjavík.
• Gunnsteinn R. Gíslason frá Steinstúni, 1960-. A Bergistanga
frá 1996
Eiginkona: Margrét Jónsdóttir frá Stóru-Avík.
Ennfremur hafa neðantaldir starfsmenn Kaupfélagsins búið á
Tanganum:
• Jón Björnsson frá Dalkoti í Bæjardal, 1918-1934.
Eiginkona: Guðbjörg Kristmannsdóttir.
• Sigurgeir Jónsson frá Munaðarnesi, 1963-1979.
Eiginkona: Guðrún Guðmundsdóttir frá Drangsnesi.
• Þórólfur Guðfinnsson frá Arnesi, 1981-
Móðir hans: Agústa Sveinbjörnsdóttir frá Litlu-Avík.
Þó að þeir feðgar Guðmundur í Ófeigsíirði og Asgeir á Kross-
nesi héldu ekki heimili á Tanganum fer því víðs fjarri að ekki
væri haldið uppi risnu á staðnum. Það mun hafa verið venja
þeirra að fá sér til hjálpar stúlkur úr nágrenninu, sérstaklega
þegar skip komu. Dætur Guðmundar aðstoðuðu hann líka með-
an þær voru í föðurgarði. Þannig var íyrir öllu séð.
Sögulegir viðburðir
Sunnudaginn 29. september 1912, laust eftir hádegi, lagðist
strandferðaskipið Hólar við akkeri á Norðnrfirði í glaða sólskini
og logni. Með íyrsta uppskipunarbátnum kom ókunnugur mað-
ur í land. Þar var á ferð Þórbergur Þórðarson rithöfundur, sem
tekið hafði þá ákvörðun að strjúka af skipinu í þeim tilgangi að
ganga þaðan til Borgarness og „hitta elskuna sína“ sem átti
heima í Bæ í Hrútafirði. Þegar hann var kominn í land hitti
hann „aldraðan mann, skelfing þægilegan,“ sem hafði verið
póstur um suðurhluta Strandasýslu og fræddist af honum um
leiðir inn í Elrútafjörð. I Norðurfirði þáði hann góðgerðir hjá
Sofflu Hansdóttir [1853-1936], sem gaf honum vettlinga. Þetta
sagði mér móðir mín, Gíslína V. Valgeirsdóttir [1898-1961],
47