Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 152
Seint gekk þessum blessaða bát okkar að hjakka austur
Húnaflóann, en þó kom þar um síðir að beygt var á stjórnborða
og siglt undan sjó og vindi inn Hrútafjörðinn og létti þá brátt
sjósóttinni. Tók nú einn varpbóndinn upp æðaregg og fór að
sjóða, með það í huga að hressa mannskapinn. En lystin hafði
vikið frá um stund og höfðu ekki allir fundið hana aftur svo að
maturinn gekk misjafnt yfir. Klukkan var orðin tíu um kvöldið
þegar við komum að Reykjaskóla. Fór þá ferðafólkið að tínast í
land á tveimur smáskektum og hélt hver af stað heim í skóla
jafnskjótt og hann hafði fast land undir fótum. Heldur var sú
fylking framlág. En nú urðu líka skjót umskipti því að ekki skorti
aðstöðu til að baða sig og snyrta eftir sjóvolkið. Ekki gátum við
þó lengi nostrað við útlit okkar þar sem maturinn og fararstjór-
inn, Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri, höfðu beðið
okkar í þrjá klukkutíma. Urðum við nú að gera tvennt í einu,
borða og hlýða á fyrstu ræðu fararstjórans, sem gekk út á það að
birta ferðaáætlunina og leggja okkur lífsreglurnar.
Þar kom m.a. fram að allir áttu að þúast. Sumum þótti þetta
víst fulllangt gengið, en flestum líkaði það vel og nokkrir vildu
jafnvel ganga lengra og sleppa öllum þéringum í ferðinni!
Og þá var nú þessi fyrsti dagur ferðarinnar kominn að kvöldi.
Eg var ánægður með hann og mér fannst hann gefa vonir um
annað betra í framhaldi fararinnar, sem og líka varð, enda vor-
um við nú komin undir dásamlega handleiðslu fararstjórans. Og
hvað var nú þessi ferð okkar Strandamannanna yfir flóann í
samanburði við ferðalagið úr vestursýslunum (Isafjarðar- og
Barðastrandarsýslum) þar sem ferðin hafði tekið fjóra daga og
ferðast þurfti ýmist á sjó eða landi á bátum, hestum og bílum
eða jafnvel gangandi. Það var því augljóst að þátttakendur það-
an höfðu þurft að leggja mun meira erfiði og fýrirhöfn á sig
heldur en við Strandamennirnir.
Var nú gengið til hvílu. Konurnar og langferðamennirnir að
vestan fengu rúm í skólanum, en Strandamenn sváfu á dýnum í
leikfimihúsinu. Þátttakendur voru 71 auk fararstjórans og skipt-
ust þeir þannig niður á sýslur: Strandasýsla 36, Isafjarðarsýslur
30 og Barðastrandasýslur 5. Var þetta all-myndarlegur flokkur,
þótt nokkuð mislitur væri. Þarna voru virðulegir bændur með
150