Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 140
Við Björn trúlofuðumst á aðfangadag jóla 1924 og giftumst á
jóladag 1925. Séra Jón Brandsson gaf okkur saman. Við það
tækifæri lék Magnús sonur séra Jóns í fyrsta sinn á orgelið í
Kollafjarðarneskirkju við opinbera athöfn, þá 12 ára gamall.
Við settum saman „bú“ á Smáhömrum. Það var kallað hús-
mennska. Húshjónin Björn og Elinborg vorum við nefnd á vott-
orðum frá séra Jóni. Svona var víst til orða tekið um fólk sem bjó
saman en hafði ekki jarðnæði, aðeins húsaskjólið.
Við fengum eitt herbergi á efsta lofti Smáhamrahússins, það
hét Vesturhús. Suðurhús hét næsta herbergi, þar voru gömlu
hjónin Björn og Matthildur. Gat var í þilið milli herbergjanna
og þar var fyrir komið ofni sem hitaði upp bæði herbergin.
Norðurendi hét þriðja herbergið á efstu hæðinni, þar sváfu oft
vermenn eða vinnumenn. Enn eitt herbergi lítið, kallað komp-
an, var á hæðinni og sneri upp að Þorpum. Það hafði Þórdís syst-
ir mín fyrir sig. Uppi yfir var geymsluris, hanabjálkaloftið. Sér-
eldhús höfðum við Björn í kjallaranum, nefndist fremrabúr.
Björn sálugi var fæddur í Bolungarvík 22. september 1902.
Foreldrar hans voru Halldór Hávarðarson frá ísafirði og Bolung-
arvík og Halldóra Halldórsdóttir frá Níp á Skarðsströnd.
Hugur Björns stóð aðallega til sjósóknar og stundaði hann
það starf eftir því sem heilsan leyfði. Hann átti bát sem Valur
hét, keypti í hann vél og segir Þorvaldur Jónsson, æskufélagi
hans, að hann hafi orðið fyrstur til að setja vél í bát við sunnan-
verðan Steingrímsfjörð. Litla sjóbúð hafði Björn niðri við vog-
inn og nefndu gárungarnir hana auðvitað Valhöll. Meðal þeirra
sem reru með Birni eða voru honum samtíða við róðra á Smá-
hömrum voru auk Þorvaldar, Guðmundur Jasonarson, Guðjón
Halldórsson í Heiðarbæ og bræðurnir Þorsteinn og Kristmann
Magnússynir frá Arnkötludal. Þá bræður kallaði hann bergrisa,
annan, hinn blóðrisa og kvað um þá eftirfarandi vísu, en tilefn-
ið er gleymt hafi það eitthvert verið:
Risinn var sem rangeygt naut,
reyndar þá ég fludi,
en í horni Guji graut
gríðarlega spúði.
138