Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 25
með það sem vantaði í Bitrudeildina.... „Einnig sendi ég púðrið,
eldspíturnar og sápukassan sem kom úr Stöðinni [Skarðsstöð].
Það á líklega að fara á Norðurfjörð. Þar með eru líka önglarnir
sem Víkara vantar.“ Má vera að Víkarar hafi fengið önglana sína
með skipinu Maríu, 142,78 smálestir, sem kom til Norðurfjarðar
26. júlí 1894 og tók þar 41 tunnu [kör] af lýsi og sigldi síðan til
Leith í Englandi.
í bréfi dags. 28. júní 1896 frá Torfa, til Kristjáns Gíslasonar á
Borðeyri, umboðsmanns „Dalafélagsins“ í Strandasýslu segir að
„félagsskipið“ [seglskipið Allina] hafi átt að fara frá Leith um
miðjan mánuðinn og koma við á Norðurfirði. I bréfl 2. júlí 1898
segir Torfi: „Ef vörur reynast skemmdar þegar opnað verður á
Norðurfirði, verður að koma til sýslumanns. Eg hef beðið Guð-
mund í Ofeigsfirði að skrifa sýslumanni ef svo kemur fyrir.“ Og
Guðmundur Pétursson vottar í bréfi 4. júlí til sýslumanns: „Sá ég
að talsvert var skemmt af flestum sortum af matvöru og einnig
kaffi og færi og bið ég yður að útnefna menn til að skoða og
meta skemmdirnar." Og sýslumaður „gjörði kunnugt“ 6. júlí að
hann skipi Kristján Gíslason á Borðeyri til þess „á öllum afhend-
ingarstöðum, að skoða og meta skemmdir er kæmu í ljós á vöru
þeirri, sem nú á yfirstandandi sumri flyþist með skipinu „Hebr-
on“ frá útlöndum til Verslunarfélags Dalasýslu." Til að vera K.G.
til aðstoðar skipaði sýslumaður, „á afhendingarstaðnum Norður-
firði, sýslunefndarmann Friðrik F. Söebeck.“
Níels Jónsson á Gjögri getur ávallt um skipakomur í dagbók
sinni. Svo er að sjá sem skipakomur hafi verið alltíðar um alda-
mótin 1900, a.m.k. frá vori til hausts:
12. sept. 1899: „Skálholt kom kl. 9'/4.“
20. maí 1901: „Skálholt kom kl. 5'/2 í fýrsta sinn í ár vestan fýr-
ir, kom á Norðurfjörð."
2. okt. 1903 bókar hann: „Ceres kom kl. 4 í dag af Blönduósi.
Skálholt fór fyrir fjörðinn af Norðurfirði kl. að ganga 5. Kom á
Norðurfjörð kl. 9 í morgun. Kom með 60 tunnur af matvöru og
30 kassa eða meira af kandís og 3 sekki af kaffi og fleira.“
22. okt. 1912: „Vestri kom innanað í kv. og hjer á víkina og tók
Söludeildarfiskinn fór svo inn á Reykjarfjörð og mart með hon-
23