Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 44
taumnum frá múlnum brugðið undir þóftu og hesturinn eða
kýrin bundinn þannig. Þegar í land var komið var bátum lent í
fjöruna og ef bárulítið var, var báturinn settur flatur í fjöruna og
gripurinn teymdur úr honum. Ef vel stóð á sjó þótti best að
landsetja stórgripi út í Vog.
Allt svipað má segja um útskipunina. Vörurnar sem fara áttu
með skipunum voru afurðirnar sem framleiddar voru á heimil-
unum og sláturafurðir. Kjötið var allt saltað í tunnur, ullin var
sett í sérstaka poka sem kallaðir voru „ballar.“ Þeir voru mjög
stórir, á að giska 1,70 metrar á hæð og um 1,20 m að ummáli.
Gærurnar voru saltaðar og bundnar í búnt og voru tvær gærur
í hverju búnti. Saltfiskur var líka ein af framleiðsluvörunum.
Hann var pakkaður í 40 kg strigapakka og var notaður svokall-
aður hessianstrigi í þær umbúðir. Þetta voru helstu vörurnar
sem lagðar voru inn í Kaupfélagið og það sendi síðan á markað.
Auk þessa voru ýmsar sendingar sem einstaklingar sendu og
fengu með skipunum.
Kjöttunnunum var velt að bátnum og þær settar um borð í þá
með skrúftói. Ullarballarnir voru ýmist bornir á bakinu af ein-
um manni eða að tveir menn héldu í hornin á sitt hvorum enda
og báru ballann þannig á milli sín. Gærubúntin báru menn sitt
í hvorri hendi og hentu þeim niður í bátana. Timbur báru
menn á öxlunum. Hvaða aðferðir hafa verið viðhafðar við bring-
inguna í árdaga og áður en nokkur bryggjustúfur kom til sög-
unnar, og allt var gert í fjörunni, læt ég lesendur um að ímynda
sér. Varla hefir það verið auðvelt verk.
Þau vinnubrögð, sem að framan hefir verið lýst, eiga fýrst og
fremst við þann tíma sem sá sem þetta ritar man, þ.e. frá síðari
hluta fjórða áratugarins þó næsta víst sé að sama vinnulag hafi
verið viðhaft, eftir því sem við getur átt, allt frá öndverðu. Það
var hins vegar fljótlega eftir að steinbryggjan var byggð og farið
var að leggja vegi um sveitina um 1950 sem vinnubrögðin fóru
að breytast. Þessi breyting varð samfara því að vélvæðingin á bæj-
unum hélt innreið sína. Þegar traktorarnir komu til sögunnar
voru þeir fengnir að láni og vörunum ekið á vögnum að húsun-
um. Má segja að burðinum hafi þá verið létt af mönnum og var
kominn tími til.
42