Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 133
Hvalsá í Tungusveit. Þær þrjár voru systradætur og móðir þeirra
systra var Oddhildur Jónsdóttir sem fyrr átti Jón Andrésson á
Borgum í Hrútafirði en síðar Bjarna Isleifsson í Hvítuhlíð.
Bjarnhildur, amma mín, giftist ekki og í 20 ár var hún vinnu-
kona hjá Grími Benediktssyni á Kirkjubóli. Frá þeim hjónum
fékk hún verðlaunagrip úr silfri fyrir dygga þjónustu. Til er
mynd af Bjarnhildi ásamt Jóhanni Jósefssyni og móður minni,
mér og 2-3 börnum þeirra. Myndin var tekin árið eftir tauga-
veikina á Hnausum sem síðar segir frá. Bjarnhildur dó í Húna-
vatnssýsln.
Benedikt, faðir minn og kona hans, Elinborg Steinunn Jón-
atansdóttir, hófu búskap á Kaldrananesi 1895. Oddfríður, síðar
móðir mín, fór þá til þeirra vinnukona. Fremur varð stutt í
þeirri vist því að hún varð ófrísk af völdum húsbóndans um vet-
urinn, hafði gert með honum í húsunum auk annarra verka.
Vorið eftir varð hún að fara af heimilinu. Henni var þá komið
fyrir í Þrúðardal hjá Jóni Elís Jónssyni sem þar bjó og þar kom
ég svo í heiminn urn haustið.
Líkur eru til að nokkuð hafi hrykkt í hjónabandi þeirra Bene-
dikts og Elinborgar út af þessu hliðarspori og að talsvert hafi
gustað af Elinborgu. Svo mikið er víst, að hún kom blessunin
frarn að Þrúðardal meðan móðir mín lá á sæng. Ekki veit ég nú
vel hvað þeim fór á milli, nema Elinborg hafði mig hvítvoðung-
inn óskírðan, á brott með sér. Hún hafði heitið mömmu því, að
hún mætti koma og sjá mig hvenær sem henni sýndist. Móðir
mín átti víst ekki annarra kosta völ í umkomuleysi sínu en sætta
sig við þetta.
Þau Elinborg og Benedikt faðir minn, höfðu þegar þetta
gerðist, eignast Jónatan og dóttur, sem var næstum jafngömul
mér og hét Matthildur og kallaði hún okkur tvíburana sína.
Raunar höfðu þau átt aðra dóttur sem einnig hét Matthildur, en
þær urðu ekki langlífar, dóu báðar kornungar. Elinborg lét mig
tökubarnið svo heita í höfuðið á sjálfri sér og hafði mig hjá sér
í 2 ár.
Það væsti svo sem ekki um mig hjá nöfnu minni. Hún var víst
ákaflega góð við mig, þó að ég muni það auðvitað ekki, en mér
var sagt til dæmis að gæfi hún dóttur sinni flík, fengi ég aðra
131