Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 50
sem mundi atburðinn. Síðan gekk hann út með Norðurfirði
sunnanverðum og hélt á hattinum í þeirri hendi sem frá skipinu
snéri svo hann þekktist ekki.
Til er sögn um að hákarlaskipið Ófeigur hafi, að líkindum á
fyrsta eða öðrum áratug tuttugustu aldarinnar, verið notaður við
bringinguna á Norðurfirði og þá hafi einhver vandræði borið að
höndum í slæmu veðri. Fólk sem fætt var í Norðurfirði, um alda-
mótin 1900, mundi þennan atburð og hafði orð á honum. Því
miður er sagan nú fallin í gleymsku, í smáatriðum, nema það að
Ófeigi var lent inn á sandi í Norðurfirði og hífður þar upp með
talíum og að eitthvað af vörunum sem í honum voru lentu í
sjónum og skemmdust. Um nokkurn tíma eftir þetta var ýmis-
legt góss að reka á fjörur. Sagan segir að Guðmundur Pétursson
verslunarstjóri og eigandi Ófeigs, hafi fengið börnin í Norður-
firði til að ganga á rekann og tína það sem nýtilegt var af vörun-
um jafnóðum og þær ráku. Að launum fengu þau „toppasykur,"
sem var hluti af varningnum sem skolaði á land. Þó þessi saga sé
óljós er hún sögð hér. Hún gefur til kynna, þó ekki sé annað, að
Ófeigur hafi verið notaður við bringingu á Norðurfirði, að lík-
indum áður en bringingabátarnir komu til sögunnar. Reyndar
er til saga af því að Ófeigur var notaður til flutnings á salti frá
Gjögri fýrir Verslunarfélag Norðurfjarðar. [Strandapósturinn
20. árg.]. Það má svo sem geta sér til um ýmsa hluti í þessu sam-
bandi. Svo stórt og þungt skip sem Ófeigur er, hefir ekki verið
auðvelt í meðförum í slæmri lendingu og brimi, og þar að auki
með farm eins og verið hefir í þetta skifti. Verið getur að vegna
veðurs og brims hafi þurft frá að hverfa á Tanganum eða öðrum
lendingarstað og því hafi verið þrautalendingin að hleypa upp í
sandinn fyrir botni Norðurfjarðar.
Hið nýja skip, Eimskipafélagsins, Goðafoss, kom til Norður-
fjarðar í sinni fýrstu strandferð [sýningarferð] 11. júlí 1915. I
48