Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 154
Brúnn. Venjulega var röð þeirra sú að Litli-Brúnn rann fyrir, þá
Bleikur, Rauður og síðastur fór Gráni.
Stjórn Búnaðarsambands A-Húnavatnssýslu tók á móti hópn-
um við Vatnsdalshóla.
Hafsteinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum bauð flokkinn vel-
kominn og síðan var ekið um Vatnsdalshóla fram að Hnúki.
Gengið var á Hnúkinn og blasti þá við hin undurfagra sveit,
Vatnsdalurinn, sem liggur þarna innilukt í skjóli hárra fjalla.
Skal engan undra þótt Ingimundur gamli veldi sér þar bústað,
bæði vegna fegurðar og landkosta. Mörgum varð starsýnt á
Vatnsdalshólana enda mega þeir heita fágætt fýrirbrigði að
landslagi, allir toppmyndaðir eins og þeim hafu verið hellt
þarna niður úr einhverjum tröllapokum. Mér sýnast líkur til
þess, að þeir séu myndaðir af framburði sem borist hefur á ís frá
þessurn háu fjöllum og runnið niður um göt á ísnum, - til þess
bendir lögun hólanna. En ekki máttum við lengi dvelja við að
horfa á þetta undraland, því að við áttum kost á að skjótast út að
Þingeyrum og sjá hina merkilegu kirkju sem Ásgeir Einarsson
frá Kollafjarðarnesi lét byggja úr höggnu grjóti og steinlími.
Skoðuðum við kirkjuna hátt og lágt og sungum þar sálm. Jón
Pálmason á Þingeyrum benti á helstu fjöll og byggðarlög og
þótti okkur útsýnið bæði mikið og fagurt. Síðan var haldið að
Blönduósi þar sem snæddur var miðdegisverður í boði Búnaðar-
sambands A-Húnvetninga. Margar ræður voru fluttar undir
borðum. Bar þar mest á Hafsteini á Gunnsteinsstöðum, Jóni á
Torfalæk, Þorbirni á Geitaskarði og Gunnari Grímssyni kaupfé-
lagsstjóra í Höfðakaupstað. Attum við þarna ánægjulega dvöl.
Húnvetningarnir fylgdu okkur fram Langadal og upp á Vatns-
skarð. Byggingar eru misjafnar í Húnavatnssýslum, en þessi
breiði og grösugi dalur er hin fegursta byggð og skammt á milli
reisulegra býla. Athyglisvert þótti okkur hve hátt bæir stóðu í
hlíðinni vestan Blöndu. Þar eru stór tún og allt grasi vaftð svo
langt sem séð verður. Sums staðar blöktu fánar við hún í heið-
ursskyni við bændaför Vestfirðinganna. Veður hafði verið indælt
þennan dag og var það jafnt að Húnvetningar heilsuðu okkur
með sinni glaðlegu gestrisni og ský rofnuðu frá sólu svo að við
fengum hið ákjósanlegasta veður í þessu víðlenda og blómlega
152