Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 148
hvað meira í móinn, en lét svo tilleiðast að reyna. Þaðan í frá
vann ég svo í frystihúsum samfellt í 30 ár meðan ég stóð al-
mennilega á löppunum og vildi helst ekkert annað gera.
Upp frá þessu auðveldaðist mér lífsbaráttan til muna. A ör-
stuttum tíma gat ég greitt húsakaupaskuldirnar að fullu. Oðrum
skuldum safnaði ég aldrei og haíði ekki af að segja, nema skuld-
um okkar Björns þegar hann féll frá. Skuld hans við kaupfélag-
ið var talsverð, en var greidd með búfjárinnleggi. Ekkert var hins
vegar hægt að greiða upp í skuld við Riis-verslun, sem var hátt á
annað hundrað krónur. Eftir að ég var flutt til Elólmavíkur og
Björn var dáinn, fór ég einn dag með hálfum huga á fund Jó-
hanns Þorsteinssonar eiganda Riis-verslunar sem var um þær
mundir að hætta rekstrinum, var að innheimta útistandandi
skuldir. Eg rétti Jóhanni 80 krónur, meira átti ég ekki,og sagði
við hann að ég gæti ekki klárað skuldina, en ætlaði að borga
þetta núna. Þá klappaði Jóhann mér á öxlina og sagði: „Nei, nei,
Elinborg mín, þú þarft ekki að hugsa um þessa skuld framar,
hún verður strikuð út“, og ég gekk út með mínar 80 krónur. Oft
hef ég beðið fyrir Jóhanni lífs og liðnum eftir þetta. Hann var
víst í hálfgerðum kröggum sjálfur og þurfti að ganga fast eftir
sínu, en svona kom hann nú fram við mig.
Haustið 1966, 2. nóvember, fluttist ég til Akraness, til Ola son-
ar míns og þeirra hjóna. Ég seldi íbúðina mína á 30.000 krónur
og þótti sumum lítill verðbólguhagnaðurinn af þeirri sölu.
I maí næsta vor fékk ég vinnu í frystihúsi Haraldar Böðvars-
sonar & Co. og var orðin leið á biðinni. Þar vann ég svo fullan
dag í röskan áratug.
Þegar ég frétti að byggja ætti nýtt elliheimili á Akranesi, sótti
ég um dvöl þar. Eftir að ég hætti að geta unnið vildi ég ekki
liggja uppi á öðrum, þó að ég vissi að það yrði ekki eftir talið.
Laugardaginn 14. október 1978 var Dvalarheimilið Höfði fullbú-
ið. Þann dag kl. 5 flutti ég þangað, í glæsilegri húsakynni en mig
hafði nokkru sinni órað fyrir að fá að búa í.
Þegar ég hafði verið á Höfða rúma fjóra mánuði, þurfti ég að
fara á sjúkrahúsið á Akranesi til rannsóknar, og gekkst undir lít-
ilsháttar skurðaðgerð. Aldrei áður hafði ég komið á sjúkrahús
sem sjúklingur og engin aðgerð verið gerð á mér af neinu tagi,
146