Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 97
nefndarinnar við hlutafjárbeiðninni verður best lýst með fund-
argerð 20. jan. viku eftir móttöku bréfsins. Fleira kemur til tals
á fundi þessum en hlutafjárloforð, sem sumt er forvitnilegt og
fróðlegt aflestrar. Og hér kemur fundargerðin, lítillega stytt:
Ar 1938 hinn 20. janúar var að undangengnu fundarboði frá odd-
vita haldinn almennur hreppsfundur til pess par að rceða um framlag
hreppsins til hinnar fyrirhuguðu síldarverksmiðju, sem hlutafé. Hrepps-
nefndinni hafði borist bréf frá Verksmiðjunefndinni, par sem er farið
fram á við hreppsnefndina, að hún hið allra bráðasta athugi hvort að
hreppurinn ekki sæi sér fært að leggja fram fé í pessu skyni. Oddviti
hreppsnefndar setti fundinn og kvaddi sér sem fundarritara Friðjón
Sigurðsson.
Oddviti gaf pví næst hreppsnefndarmanni Jónatan Benediktssyni
orðið til pess fyrir hönd hreppsnefndar að hafa framsögu í máli þessu.
Jónatan Benediktsson tók þá til máls og skýrði hann verksmiðjumálið í
stórum dráttum og gerðir hreppsins í sambandi við það. Því nœst las
hann upp tillögu þá, sem hreppsnefndin hafði komið sér saman um,
sem hljóðar svo.
Hreppsnefnd Hróflergshrepps er einhuga um að leggja fram af fé
hreppsins til vœntanlegrar síldarbrœðslustöðvar á Hólmavík á komandi
vori kr. 2.000,- ef lán er fáanlegt og ennfremur hœkka framlag sitt upp
í 3.000,- kr. , ef tíminn leiðir í Ijós, að þeir hluthafar fást í fyrirtœkið,
sem hafa yjir að ráða skipakosti, svo trygging sé fyrir hráefnum til verk-
smiðjunnar.
Þá tóku ýmsir til máls. Frá Kristni Benediktssyni kom fram
svohljóðandi tillaga:
Almennur hreppsfundur fyrir Hrófbergshrepp haldinn á Hólmavík
20. janúar 1938 ályktar að taka ekki fasta ákvörðun um hlutafjár-
framlag af hreppsins hálfu til síldarverksmiðju á Hólmavík, þar sem
enn er óákveðið um lausn verksmiðjumálsins. En skipist málið pannig,
að framkvæmd verksmiðjunnar verði þeim skilyrðum bundin, að hrepp-
urinn sé hluthafi í fyrirtækinu, þá heimilar fundurinn hreppsnefnd
Hrófbergshrepps að leggja fram hlutafé allt að kr. 3000,- þrjú þúsund
krónur- og taka lán í því augnamiði á ábyrgð hreppsins.
95
L