Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 19
þegar ég fékk að fara með bringingabát um borð í Súðina og
þótti mikið til koma. Mér er sá atburður enn í fersku minni. Þá
sá ég Tryggva Blöndal í fyrsta sinn, og fleiri menn sem störfuðu
um langt árabil á skipum Skipaútgerðar ríkisins og ég átti eftir
að starfa með. Tryggvi varð síðar skipstjóri á strandferðaskipun-
um í áratugi og að vissu leyti örlagavaldur í lífi mínu, en það er
önnur saga. Síðar fylgdist ég með þessari starfsemi frá öðru sjón-
arhorni.
Um heimildir er það að segja að ég hef leitast við að ræða við
þá menn sem lengst og mest hafa starfað við afgreiðslu skipanna
á Norðurfírði. Nokkuð er til af rituðum heimildum um upphaf
strandferðanna og hvaða skipafélög og skip önnuðust þær og
hef ég að sjálfsögðu sótt í þær. Framan af öldinni mun afgreiðsla
skipanna oft hafa verið kölluð „bringing“ og þannig tók gamla
fólkið stundum til orða í mínu ungdæmi. Sagt var að þessi eða
hinn hefði „verið í bringingu“ þegar unnið var við losun og lest-
un skipanna. Sem kunnugt er á þetta orð sér samsvörun í dön-
sku sögninni „at bringe“, sem þýðir að flytja eða færa eitthvað.
Tilkoma orðsins í þessu samhengi á rætur að rekja til þess að í
upphafi voru það dönsk skip með dönskum áhöfnum, sem önn-
uðust siglingarnar og hefir orðið verið numið af þeim. Orðið á
sér því mjög langa sögu hér á landi, einkanlega á Vestfjörðum.
Bátarnir sem notaðir voru til þessara flutninga voru kallaðir
„bringingabátar.“ I rás tímans breyttist þetta og orðið uppskip-
un, sem reyndar tekur einungis til annars þáttar verknaðarins,
kom í stað bringingar og í stað bringingabáta voru bátarnir
nefndir uppskipunarbátar. Að þessu athuguðu varð það úr í
samráði við Islenska málstöð að nota orðið bringing og bring-
ingabátur í þessari umfjöllun.
I upphafi voru það vinnubrögðin við bringinguna og það sem
þeim tengdist beint, sem ætlunin var að lýsa og forða frá gleym-
sku. Fljótlega leiddist ég þó út fýrir þann ramma og var fyrr en
varði farinn að fjalla um hina ýmsu hluti sem tengdust komu
skipanna, staðarval verslunarstaðarins, lendingar- og hafnarbæt-
ur, og hinn sögulega þátt siglinganna með sérstöku tilliti til
strandferðanna og þar með Norðurfjarðar, eftir því sem við get-
ur átt.
17