Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 19

Strandapósturinn - 01.06.2003, Page 19
þegar ég fékk að fara með bringingabát um borð í Súðina og þótti mikið til koma. Mér er sá atburður enn í fersku minni. Þá sá ég Tryggva Blöndal í fyrsta sinn, og fleiri menn sem störfuðu um langt árabil á skipum Skipaútgerðar ríkisins og ég átti eftir að starfa með. Tryggvi varð síðar skipstjóri á strandferðaskipun- um í áratugi og að vissu leyti örlagavaldur í lífi mínu, en það er önnur saga. Síðar fylgdist ég með þessari starfsemi frá öðru sjón- arhorni. Um heimildir er það að segja að ég hef leitast við að ræða við þá menn sem lengst og mest hafa starfað við afgreiðslu skipanna á Norðurfírði. Nokkuð er til af rituðum heimildum um upphaf strandferðanna og hvaða skipafélög og skip önnuðust þær og hef ég að sjálfsögðu sótt í þær. Framan af öldinni mun afgreiðsla skipanna oft hafa verið kölluð „bringing“ og þannig tók gamla fólkið stundum til orða í mínu ungdæmi. Sagt var að þessi eða hinn hefði „verið í bringingu“ þegar unnið var við losun og lest- un skipanna. Sem kunnugt er á þetta orð sér samsvörun í dön- sku sögninni „at bringe“, sem þýðir að flytja eða færa eitthvað. Tilkoma orðsins í þessu samhengi á rætur að rekja til þess að í upphafi voru það dönsk skip með dönskum áhöfnum, sem önn- uðust siglingarnar og hefir orðið verið numið af þeim. Orðið á sér því mjög langa sögu hér á landi, einkanlega á Vestfjörðum. Bátarnir sem notaðir voru til þessara flutninga voru kallaðir „bringingabátar.“ I rás tímans breyttist þetta og orðið uppskip- un, sem reyndar tekur einungis til annars þáttar verknaðarins, kom í stað bringingar og í stað bringingabáta voru bátarnir nefndir uppskipunarbátar. Að þessu athuguðu varð það úr í samráði við Islenska málstöð að nota orðið bringing og bring- ingabátur í þessari umfjöllun. I upphafi voru það vinnubrögðin við bringinguna og það sem þeim tengdist beint, sem ætlunin var að lýsa og forða frá gleym- sku. Fljótlega leiddist ég þó út fýrir þann ramma og var fyrr en varði farinn að fjalla um hina ýmsu hluti sem tengdust komu skipanna, staðarval verslunarstaðarins, lendingar- og hafnarbæt- ur, og hinn sögulega þátt siglinganna með sérstöku tilliti til strandferðanna og þar með Norðurfjarðar, eftir því sem við get- ur átt. 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.