Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 101
Ymis konar miðar og áætlanir finnast frá þessum dögum,
sumt ódagsett, en ber oftast með sér aldurinn og geislar af bjart-
sýni:
a) Gufuketill, sem er í Hjörsey á Mýrum. Honum er lýst. Hug-
myndin er að fá hann. Togarinn, sem ketillinn er úr, var þýsk-
ur og var 2ja ára þegar hann strandadi.
b) Verkalýðsfélagið er spurt, hvort utanhreppsmenn, sem lofi
vinnuframlagi, fái að vinna óhindrað af félaginu.
c) Efnisáætlun. Sement, steypujárn, timbur, saumur (magn-
sundurliðun fylgir).
d) Tímaáætlun. 5. mars. Malarflutningur þarf að hefjast.
9. mars. 36 tunnur af steinlími þurfa að vera komnar á
staðinn. Esja fer frá Reykjavík 7. mars, á Hólmavík 9. mars.
20. apríl. Steinlím, 4 þurrkarar og múrsteinn.
21. maí. Uppsetning á vélum þarf að hefjast.
Nú verður ekki séð hvað gerist, en einhver afturkippur kem-
ur í málið. Þann 14/3 sendi Hjálmar H. sem þá er á Hólmavík
(kom heim sem snöggvast) skeyti til Þórðar Olafssonar, Kolasöl-
unni, Reykjavík um að skrifleg loforð fyrir hlutafé heima séu 30
þúsund í vinnu og peningum. Þann 17/3 er Hjálmar aftur kom-
inn suður og fær þá skeyti undirritað af Kai li G. Magnússyni,
Jóni N. Johannessen ogjónatan Benediktssyni og Kristni Bene-
diktssyni (lækni- presti- kaupfélagsstjóra og kaupmanni):
Samkvæmt símtali Þórð Olafsson símskeyti sent út að vélarnar munu
verða afturkallaðar sjáum ekki fært koma verksmiðjunni uþþ þetta
sumar, að Belgaum Fylkirfrágengnum. (Punktumf).
Hér er svo að sjá sem Aðalsteinn Pálsson sé að ganga úr skaft-
inu. Þetta eru nöfnin á skipum hans.
Hjálmar var heima 14/3 Hann leggur af stað suður daginn
eftir og fer dagfari, náttfari. Það er hávetur og Hvammstanga-
leiðin á báti líklega ófær. I þessari ferð bregður Hjálmar því tals-
vert út af venjulegu leiðamunstri. Eg hef a.m.k. ekki séð né heyrt
um, að annar Hólmvíkingur hafi þverað 4 firði: Kollafjörð-Bitru-
fjörð-Hrútafjörð og Miðfjörð á hraðferð sinni til Reykjavíkur.
Yfir firðina fékk hann sér skotið á bátum. Kostaði 5 krónur yfir
99