Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 107
Oli E. Bjö
Skipting
Hróf-
bergshrepps
1942
I. Inngangur
Sameinaðir stöndum vér er setning sem flestir Islendingar rnunu
kannast við, ekki síst, ef á eftir kernur: sundraðir föllum vér.
Hvenær svo sem heilræði þessi voru nú fyrst mælt, út af hverju
og af hvers munni, þá er það víst, að lengi hafa aðrir menn reynt
að hafa þau að leiðarljósi. En stundum hefur þótt henta, að
snúa þessum setningum við í praxís og veðja á sundrunina.
Agæti þeirrar stefnu varð mér fyrst ljóst, þegar SIS barðist fyrir
tilverunni og tók það ráð að skipta fyrirtækinu upp í frumparta
sína í ófá hlutafélög, hvert öðru óháð, til að forða þeim frá glöt-
un. Um svipað leyti fóru menn að virkja áðurnefnd heillaráð
gegnum sveitarfélögin, kjördæmin, kaupfélögin, sláturhúsin,
fiskvinnslustöðvarnar þvers og útgerðarfyrirtækin kruss yfir
landið, bauga, banka og bónusa 10-11, og Guð má, vita hve
lengi væri hægt að telja. Allar þessar sameiningar byggjast á heil-
ræðunum góðu, þó ætíð þannig, að aðeins annar sameinandinn
stendur, en hinn fellur.
A Ströndum gerðu menn fyrrum dálítið af þessu, en aldrei af
sömu ástæðum og nú kvað vera gert á öðrum slóðum. Stranda-
105