Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 36
rekavið. Örlög hans urðu þau að menn af Suðurlandi fengu bát-
inn og hugðust varðveita hann á byggðasafni. Ekki tókst þó bet-
ur til en svo að í flutningnum eyðilagðist hann svo gjörsamlega
að brakinu úr honum mun hafa verið hent. Hlutverki þessara
tveggja báta, sem bringingabáta, má segja að hafi lokið um miðj-
an sjöunda áratuginn þegar fyrri stálbáturinn var tekinn í notk-
un.
A fyrri hluta sjötta ártugarins [og reyndar fyrr] sáu þeir sem
réðu málefnum Kaupfélagsins að þau vinnubrögð, sem tíðkast
höfðu, við afgreiðslu skipa á staðnum mundu ekki duga til fram-
búðar enda voru bringingabátarnir, sem notaðir höfðu verið í
áratugi, og fyrr eru nefndir, orðnir úr sér gengnir og varla not-
hæfir mikið lengur. Um alllangan tíma hafði verið unnið að
hafnarbótum á Norðurfirði sem allar miðuðust við að flytja varn-
inginn frá skipunum til lands með bátum. Auðvitað hafði hugur
manna lengi staðið til þess að gera höfnina svo úr garði að flutn-
ingaskipin gætu lagst að bryggju. Þetta kostaði hins vegar of
mikla peninga til að í þessa stórframkvæmd yrði ráðist á þessum
tíma. Það varð því að ráði 1965 að keyptur var gamall nótabátur
úr stáli sem var falur á Siglufirði. Kom Skjaldbreið með hann í
togi 4. september 1965. I bátinn var sett vél og þurfti nú ekki
lengur að róa milli skips og lands sem var mikill munur frá því
sem verið hafði. Auk þess bar báturinn umtalsvert meira en
gömlu bátarnir, eða allt að 10 tonn. Báturinn var hins vegar
ákaflega erflður í setningu og mátti heita ógerningur að ráða
við hann að þessu leyti. Þó var baslað með hann í fjörunni og við
bryggju í nokkurn tíma. Þá hugkvæmdist mönnum hvort ekki
væri hægt að setja „davíður“ á bryggjuna og hengja bátinn í þær.
Að þessu var unnið. Gamlar davíður af mótorskipinu Rifsnesi
fundust í Reykjavík og var þeim komið fyrir á bryggjunni að inn-
anverðu og báturinn hífður í þær með krafttalíum. Þetta lánað-
ist vel og var til mikila bóta og létti störfm á allan hátt. Líklega
hefir þessi bátur verið tekinn úr notkun 1976 sökum þess að
byrðingurin var orðinn tærður og hann ekki lengur sjófær.
Stuttu áður var keyptur stór hringnótabátur, vélarlaus, úr timbri.
Hann var burðamikill, sem kom sér vel vegna mikilla flutninga í
sambandi við byggingu fjárhúsa og heygeymslna, sem byggðar
34