Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 111
kaupsrétt að þeim, verði þœr seldar í framtíöinni. Við teljum, að Kálfa-
nes og Skeljavík sé ekki nœgilegt land til frambúðar Jyrir þorpið, því eins
og öllum er kunnugt, eru þessar jarðir þegar fullsetnar af Hólmvíking-
um. Það hefur þegar verið mœlt allt rœktanlegt land í Kálfaneslandi og
þó að það fengist allt til rcektunar, er það trauðla meira en til að bœta
úr brýnustu þörf þeirra þorpsbúa, er þegar eru fyrir og þá ekkert eftir
fyrir framtíðina. Mótak er þar nú þegar uppurið af þorpsbúum. Reynsl-
an hefur einnig sýnt, að þegar hafa fjórir heimilisfeður í Hólmavík feng-
ið bletti til ræktunar í Víðidalsárlandi. A síðastliðnu ári voru einnig
fleiri hundruð hestburðir af mó stungnir þar af Hólmvíkingum. Auk
þess liggur það land innan hafnartakmarka Hólmavíkur. Stærsta og
nœrtœkasta graslendið og það eina sem til greina kæmi til að reisa á
kúabú, ef með þyrfti íframtíðinni, er Þiðriksvalladalurinn. Þar er einn-
ig mesta mótakið, og það hefur nokkuð verið notað undanfarið, og verð-
ur mikið notað í ár, þegar bílvegur kemst alla leið uþþ í dalinn. Auk
þess er 1/6 hluti af Vatnshornslandi í eigu búsetts manns í þorþinu og
að fullu notað af honum. Það má segja um allar þessar jarðir, að þær
eiga miklu hægra um allar félagslegar framkvæmdir og fundarhöld
(með Hólmvíkingum?). Þá mun og verða byggð kirkja á Hólmavík í ná-
inni framtíð og sókninni einmitt skipt um áðurgreind takmörk. Þessi
rök, er þegar hefur verið bent á, virðist okkur næg til að sanna, að rétt
sé, að skiptin verði við Osá, eins og við förum fram á. Aftur á móti get-
um við ekki gert ákveðnar tillögur um skiptingu skulda og eigna, fyrr
en fullnaðarúrskurður er fenginn um hvar hreppamörkin verða.
Alit minnihlutans, Magnúsar Gunnlaugssonar, hljóðar svo:
Minni hluti hreppsnefndarinnar, Magnús Gunnlaugsson, lítur svo
á, að ósk um skiptingu Hrófbergshrepps í tvö hreppsfélög sé fram kom-
in vegna hinna ólíku lífsskilyrða og áhugamála, sem sveitamenn og
íbúar kauptúnanna hafa við að búa. Leggur hann til, að hreppnum
verði skipt þannig, áð Hólmavíkurkauptún ásamt jörðunum Kálfanesi
og Skeljavík verði sérstakur hreppur, þar sem það land muni nægja
vaxtarþörf kauptúnsins um langa framtíð. Eins og sýslunefndinni og
öllum landslýð er kunnugt, hefur fólksstraumur verið ör úr sveitunum
til kaupstaða og kauptúna, enda þótt menn séu sammála um það, að
nauðsynlegt sé fyrir þjóðina að viðhalda dreifbýlinu. Má því ekki
þrengja kjör þeirra manna, er ennþá búa í sveitum landsins, meir en
nauðsyn krefur, til hagsbóta fyrir kaupstaði og kauptún. I þessu sam-
109