Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 47
Afgreiðsla skipanna
Afgreiðsla skipanna var alla tíð í höndum Kaupfélagsins og
forvera þess. Af því leiddi að það kom í hlut kaupfélagsstjóranna
að hafa alla forsjá með þessari starfsemi. Einnig var það í þeirra
verkahring að hafa samskifti við skipstjórnarmennina, hvað
varðaði upplýsingar um veður og aðrar aðstæður sem máli
skiftu. Þeir höfðu líka á hendi hin eiginlegu samskipti, ef svo má
að orði komast, sem fólust í því að fara með og taka við „papp-
írunum," sem voru að sjálfsögðu farmskrárnar sem greindu frá
hvaða vörur skipið var að koma með og hvaða vörur ættu að fara
með því, að ógleymdu því „að kvitta fyrir póstinum“ og bera
ábyrgð á honum.
Eins og gefur að skilja, og annars staðar er drepið á, var oft
margt um manninn á Tanganum í sambandi við komu skip-
anna. Var þá oftar en ekki að mönnum var boðið inn á heimili
kaupfélagsstjóranna og annarra sem á Tanganum bjuggu og
veittur beini, bæði þeim sem komu til vinnu og eins, og ekki síð-
ur, nutu þeir sem ætluðu með skipunum, eða komu með þeim,
góðs af gestrisninni. Hér kemur til þáttur húsfreyjanna á staðn-
um, sem var ómetanlegur þegar haft er í huga að oft var fólk
langt að kornið, e.t.v. blautt og hrakið. Má með sanni segja að á
Tanganum hafi „staðið opið hús um þjóðbraut þvera.“
Búseta á Tanganum
Fyrstu heimildir um fasta búsetu á Tanganum er að fmna í
kirkjubók Arnessóknar. Samkv. sóknarmannatali ársins 1918 er
eftirtalið fólk þar til heimilis í lok ársins, og er það fyrsta skráða
búsetan á staðnum:
„1. Verslunarhús:
Torfi Guðmundsson 29 ára verslunarfélagsstjóri, Ingigerður
Danivalsdóttir 23 ára kona hans, Þormóður á 1. ári, þeirra barn,
Halldóra Danivalsdóttir 9 ára tökubarn, Olafur Matthíasson 20
ára verslunarmaður.
45