Strandapósturinn - 01.06.2003, Blaðsíða 147
inn á þessa leið: „Þú ert nú svo heppin að hafa engan karl til að
finna að við þig, Elinborg mín“. „Ojá, Matthildur mín, Guð var
nú svo góður að taka manninn minn frá mér“. Eg svaraði svona
ótugtarlega, þó að ég vissi að Matthildur mín Björnsdóttir hafði
tekið svona til orða af klaufaskap og meinti allt annað en hún
sagði. Eg er nú samt ekki frá því, að mér hafi sárnað dálítið og
nægilega til þess að ég hafði manndóm í mér til að neita erind-
inu, auðvitað hafði ég ekkert leyfi til að draga múg og marg-
menni inn í annarra manna hús fram á miðja nótt.
Eg var ekki nema ein 2 ár í kvenfélaginu. Mér leiddust deil-
urnar og þrasið og sagði mig úr því, þegar mér fannst nóg kom-
ið. Helstu atkvæðakonur í félaginu á þessum tíma voru Jakobína
Jakobsdóttir Thorarensen, Kolfinna Jónsdóttir og Elín Jónsdótt-
ir, læknisfrú.
Haustið f948 stóð mér til boða að kaupa efri hæð húss sem
Guðbrandur Gestsson var þá að selja. Kaupverðið átti að vera
27.000 krónur. Ekki veit ég hvað kom mér til að hugsa svona
hátt, nema það hafi verið forsjónin. Ég leitaði ráða hjá Jónatan
bróður mínum. Hann lagði svo sem ekkert til málanna, en rétti
mér rúmlega þriðjung kaupverðsins, ef ég gæti einhvern veginn
klofíð hitt. Sjálf átti ég 3000 krónur, eina spariféð sem ég hafði
eignast á æfrnni til þess tíma.
Börnin mín, Tryggvi sem þó var að stofna heimili og Matta
léðu mér það sem á vantaði og var það aleiga beggja. Ibúðina
keypti ég svo og flutti yfir götuna. Þarna bjó ég svo í 18 ár og leið
ágætlega ein og öllum óháð.
Utlitið var ekki sem best í fyrstu. Hvernig átti ég að ráða við
þessar miklu skuldir? En það rofaði fljótt til. Um þetta leyti var
Arni Andrésson verkstjóri í frystihúsi kaupfélagsins. Hann kom
að máli við mig, hann vantaði konur í fiskvinnsluna. Mér hafði
aldrei komið til hugar að ég gæti lært að vinna í frystihúsi, auk
þess sem aldrei hafði hvarflað að mér,að ég gæti yfirleitt fengið
vinnu við slík störf, þau væru víst aðeins fyrir ungpíurnar. Og því
sagði ég við Arna: „Arni minn, hvað heldurðu að þetta þýði, ég
kann ekkert að vinna í fiski“. „Hvað er þetta, manneskja“, svar-
aði Arni, „þú hefur nú ekki verið álitin neinn bölvaður klaufi,
ugglaust geturðu lært þetta eins og annað fólk“. Eg maldaði eitt-
145