Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 44

Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 44
taumnum frá múlnum brugðið undir þóftu og hesturinn eða kýrin bundinn þannig. Þegar í land var komið var bátum lent í fjöruna og ef bárulítið var, var báturinn settur flatur í fjöruna og gripurinn teymdur úr honum. Ef vel stóð á sjó þótti best að landsetja stórgripi út í Vog. Allt svipað má segja um útskipunina. Vörurnar sem fara áttu með skipunum voru afurðirnar sem framleiddar voru á heimil- unum og sláturafurðir. Kjötið var allt saltað í tunnur, ullin var sett í sérstaka poka sem kallaðir voru „ballar.“ Þeir voru mjög stórir, á að giska 1,70 metrar á hæð og um 1,20 m að ummáli. Gærurnar voru saltaðar og bundnar í búnt og voru tvær gærur í hverju búnti. Saltfiskur var líka ein af framleiðsluvörunum. Hann var pakkaður í 40 kg strigapakka og var notaður svokall- aður hessianstrigi í þær umbúðir. Þetta voru helstu vörurnar sem lagðar voru inn í Kaupfélagið og það sendi síðan á markað. Auk þessa voru ýmsar sendingar sem einstaklingar sendu og fengu með skipunum. Kjöttunnunum var velt að bátnum og þær settar um borð í þá með skrúftói. Ullarballarnir voru ýmist bornir á bakinu af ein- um manni eða að tveir menn héldu í hornin á sitt hvorum enda og báru ballann þannig á milli sín. Gærubúntin báru menn sitt í hvorri hendi og hentu þeim niður í bátana. Timbur báru menn á öxlunum. Hvaða aðferðir hafa verið viðhafðar við bring- inguna í árdaga og áður en nokkur bryggjustúfur kom til sög- unnar, og allt var gert í fjörunni, læt ég lesendur um að ímynda sér. Varla hefir það verið auðvelt verk. Þau vinnubrögð, sem að framan hefir verið lýst, eiga fýrst og fremst við þann tíma sem sá sem þetta ritar man, þ.e. frá síðari hluta fjórða áratugarins þó næsta víst sé að sama vinnulag hafi verið viðhaft, eftir því sem við getur átt, allt frá öndverðu. Það var hins vegar fljótlega eftir að steinbryggjan var byggð og farið var að leggja vegi um sveitina um 1950 sem vinnubrögðin fóru að breytast. Þessi breyting varð samfara því að vélvæðingin á bæj- unum hélt innreið sína. Þegar traktorarnir komu til sögunnar voru þeir fengnir að láni og vörunum ekið á vögnum að húsun- um. Má segja að burðinum hafi þá verið létt af mönnum og var kominn tími til. 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.