Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 152

Strandapósturinn - 01.06.2003, Side 152
Seint gekk þessum blessaða bát okkar að hjakka austur Húnaflóann, en þó kom þar um síðir að beygt var á stjórnborða og siglt undan sjó og vindi inn Hrútafjörðinn og létti þá brátt sjósóttinni. Tók nú einn varpbóndinn upp æðaregg og fór að sjóða, með það í huga að hressa mannskapinn. En lystin hafði vikið frá um stund og höfðu ekki allir fundið hana aftur svo að maturinn gekk misjafnt yfir. Klukkan var orðin tíu um kvöldið þegar við komum að Reykjaskóla. Fór þá ferðafólkið að tínast í land á tveimur smáskektum og hélt hver af stað heim í skóla jafnskjótt og hann hafði fast land undir fótum. Heldur var sú fylking framlág. En nú urðu líka skjót umskipti því að ekki skorti aðstöðu til að baða sig og snyrta eftir sjóvolkið. Ekki gátum við þó lengi nostrað við útlit okkar þar sem maturinn og fararstjór- inn, Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri, höfðu beðið okkar í þrjá klukkutíma. Urðum við nú að gera tvennt í einu, borða og hlýða á fyrstu ræðu fararstjórans, sem gekk út á það að birta ferðaáætlunina og leggja okkur lífsreglurnar. Þar kom m.a. fram að allir áttu að þúast. Sumum þótti þetta víst fulllangt gengið, en flestum líkaði það vel og nokkrir vildu jafnvel ganga lengra og sleppa öllum þéringum í ferðinni! Og þá var nú þessi fyrsti dagur ferðarinnar kominn að kvöldi. Eg var ánægður með hann og mér fannst hann gefa vonir um annað betra í framhaldi fararinnar, sem og líka varð, enda vor- um við nú komin undir dásamlega handleiðslu fararstjórans. Og hvað var nú þessi ferð okkar Strandamannanna yfir flóann í samanburði við ferðalagið úr vestursýslunum (Isafjarðar- og Barðastrandarsýslum) þar sem ferðin hafði tekið fjóra daga og ferðast þurfti ýmist á sjó eða landi á bátum, hestum og bílum eða jafnvel gangandi. Það var því augljóst að þátttakendur það- an höfðu þurft að leggja mun meira erfiði og fýrirhöfn á sig heldur en við Strandamennirnir. Var nú gengið til hvílu. Konurnar og langferðamennirnir að vestan fengu rúm í skólanum, en Strandamenn sváfu á dýnum í leikfimihúsinu. Þátttakendur voru 71 auk fararstjórans og skipt- ust þeir þannig niður á sýslur: Strandasýsla 36, Isafjarðarsýslur 30 og Barðastrandasýslur 5. Var þetta all-myndarlegur flokkur, þótt nokkuð mislitur væri. Þarna voru virðulegir bændur með 150
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.