Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 18

Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 18
umhugað að ferðin tækist vel og gæti þannig orðið dýrmæt perla í safn minninganna. Þegar halda á í ferðalag á Islendingaslóðir í Kanada er ýmislegt sem kemur upp í hugann, sumir eiga ættingja þar vestra og marg- ir hafa lesið um þessa duglegu Islendinga sem héldu út í óvissuna með það að veganesti að eignast betra líf sér og sínum til handa. I aðdraganda ferðarinnar var því ákveðið að fá Jónas Þór sagn- fræðing til að halda erindi íyrir hópinn um sögu Islendinga í vest- urheimi. Eina góða kvöldstund hélt Jónas því fróðlegt og gott er- indi um fólksflutningana og fyrstu ár Islendinga í Kanada. Loksins var öllum undirbúningi lokið og ferðin hófst 12. júní með flugi Icelandair til Minneapolis. I hópnum voru liðlega hundrað manns, kórfélagar og fýlgifólk. A flugvellinum biðu rút- ur og haldið beint sem leið liggur til Alexandriu í Norður Dakóta þar sem gist var eina nótt. Daginn eftir var ekið yfir landamærin til Kanada og áfram til Winnipeg þar sem gist var á Delta Hotel næstu 5 nætur. Miðvikudagurinn 14. júní var tekinn snemma og byijað á skoð- unarferð um Winnipeg og endað í Fork garðinum, sem bæði er fallegur og gróðursæll garður og eins prýða hann mörg áhuga- verð listaverk. Að lokinni skoðunarferð var fijáls tími þar til kl. 19:00 en þá hófst íslensk messa í fyrstu Lúthersku kirkjunni í Winnipeg en sú kirkja er yfirleitt talin höfuðkirkja Vestur-íslend- inga. Við kirkjuna þjónaði árum saman séra Ingþór Indriðason Isfeld, en hann hefur nú látið af störfum vegna aldurs. SéraÆgir Fr. Sigurgeirsson sá um helgihaldið ásamt kirkjukór Kópavogs- kirkju og Sigrúnu Steingrímsdóttur organista. Við athöfnina söng einnig Kór Atthagafélags Strandamanna tvö lög. Eftir athöfnina var boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu þar sem margir áttu gott spjall við heimamenn í dágóða stund. Fimmtudaginn 15. júní var farið í kynnisferð um „Nýja Island“ en að því loknu var haldið til Árborgar. Á leiðinni var hópnum boðið að skoða heimili Rosalind og Einars Vigfússonar sem þau nefna Drangey. Heimili sitt hafa þau opnað ferðamönnum og er það eins konar safn sem prýtt er mörgum fallegum munum sem Einar hefur skorið út í tré. Um kvöldið var samkoma í kirkjunni í Árborg þar sem kórarnir sungu bæði saman og sitt í hvoru lagi. 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.