Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 29
eyðilagst hafi. Ofan við Hlíðarsel er klettur og í honum lítill hellis-
skúti, þessi klettur heitir Sveinsklettur og sagður draga nafn sitt af
Sveini skotta alræmdum flækingi, þjófi og misyndismanni er uppi
var á fyrri hluta 17. aldar. Talið er að Sveinn skotti hafi notað hell-
inn sem skjól á sínum tíma en honunr var illa vært meðal fólks
vegna þess óþokkaskapar er af honum stóð.
Sveinn skotti átti ekki langt að sækja afbrotahneigðina, hann
var sonur hins annálaða Axlar-Bjarnar og Steinunnar konu hans,
er bjuggu á Oxl í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi. En þau hjón
voru dæmd til dauða á Laugabrekkuþingi 1596 fyrir fjölda mann-
drápa og rána. Axlar-Björn var fyrst beinbrotinn á útlimum, svo
höggvinn í parta sem festir voru á stangir öðrum til viðvörunar.
Byrjað var á útlimunum, þegar þeir voru flestir af á Steinunn að
hafa sagt: „Heldur tekur nú að saxast á limina hans Björns míns“
Gegndi þá Björn til og sagði: „Einn er þó eftir og væri hann betur
af‘, og var hann þá höggvinn. Steinunni var þyrmt við lífláti því
hún var þunguð.
Flutti hún norður í Húnaþing að Skottastöðum í Svartárdal að
því er segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og fæddi þar soninn
Svein er hlaut viðurnefnið skotti. Þau urðu örlög Sveins skotta,
eftir langan afbrotaferil, að fyrst var hann húðstrýktur á alþingi
1646 en svo tekinn höndum og hengdur 1648 í Reiðarskörðum á
Barðaströnd og dysjaður þar. Sagnir eru um að hann hafi gengið
aftur og þótti lengi reimt við kunrl hans.
I skáldsögunni Hlaðhamar eftir Björn Th. Björnsson sem bygg-
ir á þjóðsögunni „Sögubrot af Arna á Hlaðhamri“ er bærinn Hlíð-
arsel í Bakkadal látinn hafa verulegt hlutverk og rými.
Skamnrt framan við bæina Jónssel og Bakkasel er lítil sérkenni-
leg hæð í dalbotninum klofín í tvennt af Bakkaá sem rennur þar
á milli. Þessi hæð nefnist Papafell beggja vegna árinnar. 1 vestari
hlutanum er að finna talsvert af fallegu stuðlabergi, raunar má
finna stuðlaberg víðar í Bakkadal, það er einnig í klettaborg sunn-
an við Bakkafellið. Sunnan við Papafellið austan árinnar tekur við
mikið flóasvæði er nefnist Illiflói. Þar var stundaður engjahey-
skapur fyrr á tímum frá Bæ og fleiri bæjum því stundum fengu
aðrir bændur þar lánaðar slægjur. Eins og nafnið bendir til er II-
liflói blautur og hið mesta forað yfirferðar en hann er grasgefinn
27