Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 44
komist rétt til skila. Þá er og að nefna til heimilda frásagnir í Hún-
vetningasögu og Sögu Skagstrendinga og Skagamanna eftir Gísla
Konráðsson.
Aður en að sjálfri frásögninni er vikið, er til fróðleiks, rétt að
gera sér grein íyrir staðháttum og siglingaleiðum úti fyrir Bjarn-
arfirði og nágrenni. Stuðst er við upplýsingar í „Leiðsögubók fyrir
sjómenn“ sem gefin var út árið 1950. Þar segir: „Skjaldabjarnarvík
er breið opin vík milli Geirólfsgnúps og Þúfna. Norðurhluti henn-
ar er alveg hreinn, en hinsvegar er mjög óhreint syðst, norður og
út af Þúfum. Innst er víkin grunn og haldbotn slæmur.
Frá Geirólfsgnúpi að Drangaskörðum er ströndin mjög óhrein.
Ystu skerin, Drangasker, eru tvö allstór en lág sker, sem alltaf eru
uppúr sjó. Norður og út af Drangaskerjum eru mörg grunn og
milli þeirra og lands fjöldi skeija og grunna, en næst landi svo-
nefndir Drangahólmar. Mitt á milli Drangaskeija og Dranga-
skarða eru enn fremur grunnir boðar, en djúpur og hreinn áll
milli þeirra og skeijanna [Hér má svo bæta við, að utar og norðar
eru Oðinsboði, og Amdrubsboði, sem voru stórhættulegir og sjó-
lag á þeim slóðum varasamt].
Bjarnarfjörður er alllangur fjörður skammt sunnan við Skjalda-
bjarnarvík. Hann er hreinn, en bæði mjór og grunnur. I fjarð-
armynninu grynnir ört í 10 m. en þaðan grynnir svo hægt inn,
þannig að mitt inn í fjörðinn er um 5 m. dýpi. Innsti hlutinn er
örgrunnur eða þornar um fjöru. A fírðinum er ágæt skipalega í
öllum áttum því að haföldu leiðir ekki þangað inn. Botninn er
rennisléttur og haldbotn mjög góður.“ Af þessum upplýsingum
er augljóst að ekki var beinlínis fýsilegt að lenda inná þessu svæði
í álandsvindi á seglskipi í stórviðri, byl og myrkri, og siglingatækin
ekki önnur en kompás og handlóð til að mæla dýpi. Um landslag,
þegar inn í Bjarnarfjörð er komið, má segja að hann sé umgirtur
háum fjöllum og hlíðarnar brattar og undirlendislausar.
Marie Jensine var eitt af kaupförunum sem komu til Reykj-
arfjarðar vorið 1832. Þetta sést á því að um mitt sumar barst sýslu-
manni Strandasýslu heilbrigðisvottorð vegna áhafnar skipsins
dags. 30. maí, honum sent af skipstjóranum Niels Mogensen og
„hreppstjóra Gísla í Bæ.“ Líkur eru á að skipið hafi farið milli
Reykjarfjarðar og Skagastrandar um sumarið og áreiðanlega kom-
42