Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 46
sögðu farir sínar ekki sléttar. Höfðu þeir lent í fárviðri og brotið
skip sitt í Bjarnarfirði nyrðra, og voru nú hér komnir. Skipstjór-
inn óskaði eftir að gefa skýrslu um atburðinn. Hvernig sem það
gekk fyrir sig, er augljóst að hraðboði hefir verið sendur á fund
sýslumannsins í Strandasýslu sem var Jón Jónsson á Melum, sem
er innst í Hrútafirði, og honum greint frá atburðinum og ósk
skipstjórans. Nú fer best á því að láta heimildirnar tala sjálfar.
Skýrsla skipstjórans er færð til bókar í dóma- og þingbók Stranda-
sýslu og er þannig í íslenskri þýðingu:
Þann 28. nóv. 1832 setti Gísli Sigurðsson hreppstjóri [Gísli var
hreppstjóri Kaldrananeshrepps og bjó í Bæ á Selströnd. Kallaður
Gísli ríki] aukarétt á verzlunarstaðnum við Reykjarfjörð, í umboði
og veikindaforföllum Jóns Jónssonar sýslumanns Strandasýslu, í
viðurvist löglega útnefndra þingvitna, þeirrajóns Salómonssonar
verzlunarstjóra og Johans Ludvig Moul beykis [báðir starfsmenn
Reykjarfjarðarvei'zlunar]. Astæðan til þessa þinghalds er fram-
lögð skýrsla skipstjórans N. Mogensen og áhafnarinnar á seglskip-
inu Marie Jensine, varðandi aðdraganda að strandi [forlis] skips-
ins þ. 5a nóv. síðastliðinn.
Skýrslan hljóðar á þessa leið:
Þann 25a september kom skipið til Skagastrandar þar sem því
var lagt við akkeri og farmurinn sem í skipinu var losaður. Jafn-
framt því var skipið lestað með 3Á þess farms sem það gat borið.
Þar lá skipið til 16a október í breytilegum vindi og veðri. Farm-
urinn í skipinu var sem hér segir: kjöt [kjöd], tólg [tælle], ull
[uld], ullarvörur [uldengods], svanahamir [svaneskin], svanafj-
aðrir [svanefjer], saltaðar gærur [saltede Faareskin], [garnerings
Maatter; ekki hefir tekist að þýða þetta], 21 stk. tómir pokar [21
stk. ledige sække] og 3 innsiglaðir pokar - gæti verið póstur [for-
seglede poser] eins og fai'mskráin [Connesomentet] segir til
um.
Síðdegis þessa dags, 16. okt., kl. 1600 léttum við akkerum og
lögðum af stað frá Skagaströnd í góðu veðri og vindi af SSV og
lóðsinn fór fiá borði. Skipið var þétt og í alla staði í góðu standi,
vel útbúið til ferðarinnar, vel mannað og ferðinni var heitið til
Kaupmannahafnar.
44