Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 53
Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi og Drangavík], sem hafa eftir
skriflegri beiðni af fúsum og frjálsum vilja mætt til að vitna um
staðhætti þar sem skipið Marie Jensine nú er. Ennfremur um ásig-
komulag vegarins þangað til lands og sjávar. Voru svo vitnin spurð
eftirfarandi spurninga, eitt í senn.
1. Hafið þér komið í Bjarnai fjörð rnilli Dranga og Skjaldabjarn-
arvíkur þar sem skipið Marie Jensine nú liggur?
Svör: Óli Viborg: Já. Jón Einarsson: Ekki nú nýlega og aldrei á sjó.
Sigurður Jónsson: Eg hefi þar áður komið, oft.
2. Eruð þér þar kunnugur?
Svör: ÓV: Nei. JE: Ekki vel. SJ: Á landi.
3. Hafið þér komið uppá skipsskrokkinn?
Svör: ÓV: Já. JE: Nei. SJ: Nei.
4. Teljið þér hættulegt að koma hafskipi inn eða út af þessum
firði?
Svör: ÓV: Já, það sýna skerin fyrir utan. JE: Já, það held ég. SJ:
Vanskilegt meina ég það.
5. Eru þar mikil blindsker og ofansjóar?
Svör: ÓV: Já. JE: Þar eru að sjá blindsker og boðar. SJ: Ekki á firð-
inum innarlega, en utarlega eru blindsker og boðar.
6. Er langt til næsta bæjar hvar skipsskrokkurinn liggur?
Svör: ÓV: Hér um bil vika sjávar meina ég, en nokkuð styttra til
lands. JE: Eg get ei [fýrir] víst sagt það. SJ: Já, langt hefir mér
fundist það.
7. Eru nokkrar ár á leiðinni til næsta bæjar?
Svör: ÓV: Já, 2 ár til næsta bæjar sem er Drangar. JE: 2 ár, að
Dröngum. SJ: Já, 2 að Dröngum og önnur oft mjög slæm.
8. Hvernig er sjóvegur að flytja til næsta bæjar, góssið, af þessu
forlísta [strandaða] skipi?
Svör: ÓV: Vanskilig grunnleiðin. Skárri djúpleið. JE: Bærilegt ef
gott er. Vanskilegt í slæmu veðri. SJ: Slæmur vegna skerja og
grynninga.
9. Haldið þér gjörlegt á þessari ársins tíð að flytja góssið frá skips-
krokknum til höndlunarstaðarins Reykjarfjarðar?
Svör: ÓV: Nei. JE: Nei. SJ: Það held ég mikið bágt og stór kostn-
aður.
51