Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Síða 56

Strandapósturinn - 01.10.2007, Síða 56
Hvað fleira var á þessu stigi bollalagt vitum við ekki. Framan- greind viðhorf „álitsgjafanna“, sem nú mundu kallaðir svo, gaf augljóslega ekki ástæðu til að eitthvað yrði aðhafst til björgunar þeirra verðmæta sem um var að tefla. Arstíminn var heldur ekki sá ákjósanlegasti, komið svartasta skammdegi, svo varla birti af degi og allra veðra von. I Skagstrendingasögu segir Gísli Konráðsson að áhöfnin hafi verið í „Kúvíkum" um veturinn „með Jóni verzlara Salómonssyni“ nema skipstjórinn sem hann nefnir Monsen en hét Niels Mogen- sen, eins og áður hefir komið fram, hafi verið í Höfða hjá [Sören] Jakobsen kaupmanni. Hvernig sem þessu hefir verið háttað er víst að áhöfnin var komin til sýslumannsins á Melum í Hrútafirði 21. jan. 1833. Þar skilaði skipstjórinn sýslumanni leyfinu til Islandssiglinga fýrir skipið Mariejensine útgefnu 1 la ágúst 1832. [det Islandske Söpas meddelt skibet Marie Jensine fra Kjöbenhavn den lla august f. á.]. Jafnframt þessu gaf sýslumaður út ferðaleyfi [passa] fýrir áhöfn- ina. Þar segir: „Skipsjórinn af skipinu MarieJensine hr. N. Mogensen, ásamt skipshöfn sinni hafa nú ákveðið að fara héðan til Reykjavíkur og sigla þaðan með póstskipinu til Kaupmannahafnar. Vegna þessa ferðalags hafa þeir fengið útgefna heimild til ferðarinnar. Því er það mín þjónustusamleg ósk, að ofannefndir menn verði ekki á nokkurn hátt hindraðir á ferð sinni.“ Auk þessa afhenti sýslumaður skipstjóranum tilmæli um að hann óskaði eftir að haldið yrði uppboð á skipinu og farminum sem í því var. Ekki verður séð að skipstjórinn hafi orðið við þeim tilmælum. Póstskipið sem áhöfnin tók sér far með til Kaupmanna- hafnar var „galiasen Succurs", sem var sama skipið og hreppti óverið í nóvember 1832 á leið sinni til Islands, og áður er getið. Það hafði legið í Reykjavík síðan og er sagt nýfarið 12a mars 1833. Til Kaupmannahafnar kom það 3ja apríl (Póstsaga Islands 1. bindi). Til fróðleiks má geta þess að á þessum árum var aðeins ein opinber póstferð, árlega, milli Danmerkur og Islands. Ferðinni var þannig háttað að póstskipið kom til Reykjavíkur snemma vetr- 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.