Strandapósturinn - 01.10.2007, Side 57
ar, venjulega í byijun nóvember, og fór þaðan aftur til Kaup-
mannahafnar fyrri part marsmánaðar.
Liðu nú mánuðirnir febrúar og mars 1833 án tíðinda. I apríl
bárust sýslumanni tilmæli eða krafa, frá „grosser Sören Jacobsen
og G[ísla] Símonarsyni kaupmanni“, um að halda ekki uppboð á
M. Jensine fyrr en Mogensen skipstjóri sé kominn frá Kaupmanna-
höfn. Bréfritarar voru eigendur Höfðaverzlunar á Skagaströnd og
sá síðarnefndi jafnframt eigandi verzlunarinnar á Reykjarfirði.
Þeir hafa að líkindum átt mestan hluta farmsins sem í skipinu var
og hafa því átt verulegra hagsmuna að gæta, eins og á stóð. I bréf-
inu felst óbein staðfesting á að Mogensen skipstjóri og áhöfnin
hafi náð póstskipinu og komist til síns heima eins og ætlað var.
Ekki er óhugsandi að með ráðum hafi það verið gert að senda
skipstjórann út til einhverra ráðagerða, e.t.v. við skipseigandann?
Hvað sem því líður hefir Mogensen ekki dvalið lengi á danskri
grund. Hann hlýtur að hafa tekið sér far til Islands og náð fyrstu
skipum það árið, því 29da maí er hann kominn, líklega til Reykj-
arfjarðar, og óskaði þá eftir, í bréfi til sýslumanns, að uppboð yrði
haldið á Marie Jensine og vörunum í skipinu, svo fljótt sem tök
væru á.
Um mánaðamótin maí -júní 1833 stóð svo á að Jón Jónsson
sýslumaður á Melum var á þingaferð í nyrðri hluta sýslunnar.
Hann hélt manntalsþing á Kaldrananesi lajúní og í Arnesi þann
3ja. A báðum stöðunum las hann uppboðsauglýsingu „á því
strandaða skipi og góssi í Bjarnarfirði.“ Dagsetning uppboðsins er
hins vegar ekki tiltekin í þingbókinni.
Nú átti sýslumaður og hans föruneyti stranga ferð fyrir hönd-
um. Það mundi okkur a.m.k. þykja í nútímanum. Það var ekki
eins og að fara stutta bæjarleið að ferðast norður í Bjarnarfjörð og
langleiðina inn í botn hans, þar sem óhætt er að segja, að séu
hreinar og klárar óbyggðir og stutt í sjálfan Drangajökul. Þar mun
engum manni hafa komið til hugar að setja niður bú sitt, nema
Eyvindi og Höllu, sem þar leyndust um tíma í byrgi sínu að sagt
er. Veðrið hefir, að þessu sinni, gert gæfumuninn, eins og endra-
nær þegar farið er um þessar slóðir. Auðvitað er ekkert vitað
hvernig því var háttað í þessari ferð. Gaf að fara sjóleiðina? Fóru
menn gangandi eða ríðandi? Eitt er þó víst að nóttin var björt;
55