Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 58
náttúran öll var að vakna af vetrarblundi; æðarfuglinn orpinn í
Drangaey og selurinn kominn að kæpingu. Fyrir víst vitum við að
sýslumaður var kominn, með föruneyti, að Dröngum 7da júní
1833. Þegar þessir atburðir gerðust bjuggu á Dröngum hjónin
Sigurður Alexíusson 52ja ára og Guðríður Bjarnadóttir 48a ára,
ásamt þremur börnum sínum og þremur öðrum heimilismönn-
um. Það segir sig sjálft að þetta hefir verið mikill viðburður hjá
heimilisfólkinu á bænum þegar sjálfur sýslumaðurinn var kominn
í fullum embættisskrúða ásamt fjölda manns.
Vegna þess að sá sem þetta ritar telur sig ekki færan um að end-
ursegja þann texta sem skráður er í uppboðsbók sýslumannsemb-
ættisins og lýsir þeim atburðum sem hér var til stofnað, betur en
þar er gert, verður sá texti birtur hér á eftir. Þó er frásögnin af
sjálfu uppboðinu endursögð og einungis getið þess helsta sem
upp var boðið og andvirðis verðminni hluta sleppt.
A íslensku hljóðar þetta svona:
Þann 7da júní 1833 var Jón Jónsson sýslumaður Strandasýslu
staddur á bænum Dröngum ásamt tveimur uppboðsvitnum
[Magnúsi Guðmundsyni bónda og hreppstjóra á Finnbogastöð-
um ogjóni Einarssyni bónda á Reykjanesi] til að halda opinbert
uppboð, að kröfu Niels Mogensen skipstjóra á seglskipinu Marie
Jensine, dags. 29a maí s.l., sem fórst í Bjarnarfirði milli Dranga og
Skjaldabjarnarvíkur. Það sem bjóða á upp er allt tóverk og útbún-
aður sem bjargað var þegar skipið fórst og nú er að hluta til á
norðurströnd Bjarnarfjarðar, að hluta til á bænum Dröngum í
vörslu Sigurðar Alexíussonar bónda, og að hluta á verzlunarstaðn-
um á Reykjarfirði. Ennfremur þær útflutningsvörur sem eru í
skipinu.
Var svo uppboðið haldið á ofannefndum stöðum í viðurvist
uppboðsbeiðanda eftir að eftirfarandi uppboðsskilmálar voru
kynntir og upplesnir.
1. Boð í vörurnar skal vera í ríkisbankadölum [rbd] og skilding-
um [sk] í reiðu silfri og skal greiðsla fara fram við hamarshögg
eða að minnsta kosti áður en kaupandinn yfirgefur uppboðs-
taðina.
56