Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 59
2. Kaupandinn að skipsskrokknum skuldbindur sig til að rífa
hann ekki eða gera nokkuð í þá veru í a.m.k. 5lá viku frá upp-
boðinu þannig að farmurinn sem í skipinu er geti geymst í
honum í þennan tíma. Að þessum tíma liðnum skal kaupand-
inn að vörunum semja við eiganda skipsskrokksins um sann-
gjarna leigu fyrir þann hluta farmsins sem ekki hefir verið fjar-
lægður úr skipinu.
3. Þeir hlutir og vörur sem seldar verða, eru frá hamarshöggi í
öllu tilliti á ábyrgð kaupandans og án nokkurs ansvars af upp-
boðshaldarans hálfu.
Því næst var tóverk og allur búnaður skipsins og vörur, sem í
skipinu eru, eftir skrá uppboðsbeiðandans [skipstjórans], boð-
inn upp og seldur hæstbjóðanda í samræmi við framlagðar
uppboðsreglur dags. 30. f.m.
/.
a) Heima á bænum Dröngum:
Upp voru boðin 55 númer: margskonar hlutir og áhöld sem
tilheyrðu seglabúnaði og reiða skipsins, svo sem tóverk, rifin segl,
lína og lóð til að mæla dýpi, öltunnur o.fl. Hér var Jón Salómons-
son verzlunarstjóri á Reykjarfirði dijúgur kaupandi svo og maður
að nafni „Glad skipstjóri" [Capt. Glad] sem bauð í ýmiskonar
varning, svo og annar aðkomumaður, Bryde beykir, sem gerði sig
mjög svo gildandi á uppboðinu, en hann var fýrir víst starfsmaður
Höfðaverzlunar á Skagaströnd. Bændurnir Oli Jensson Viborg,
Magnús Guðmundsson á Finnbogastöðum ogjónas í Litlu-Avík
buðu hér líka.
b) A norðurströnd Bjamarfjarðar:
Þarna voru boðin upp 23 númer. I stórmastrið í tveimur pört-
um bauð Jón Olafsson á Eyri. Afturmastrið, einnig í tveimur pört-
um, keypti Oli Viborg [bóndi í Reykjarfirði]. Margskonar bún-
aður, tilheyrandi skipsreiðanum, var sleginn Magnúsi
Guðmundsyni á Finnbogastöðum. Fleira var þarna í boði sem
ekki verður upp taiið.
57