Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 63
sókn býður að sinni enda litlar líkur á niðurstöðu. Þó er rétt að
geta þess hér, að heima á Dröngum eru enn, að sögn Sveins Krist-
inssonar frá Dröngum, sver og mikil járn og spilkoppur sem
örugglega eru leyfar úr „stóru“ skipi. Hvort þau eru síðustu leyfar
af Marie Jensine eða Anne Emilie, kaupfari, sem fórst á Dranga-
hlíð haustið 1866 og sagt er frá í 22. árgangi Strandapóstsins, skal
ósagt látið. Onnur minnismerki af neinu tagi virðast ekki hafa
varðveist.
í lok þessarar frásagnar er sanngjarnt og rétt að segja frá því að,
Niels Mogensen skipstjóri, lét ekki deigan síga þrátt fyrir þær
ófarir sem hér hefir verið sagt frá, því um nokkur ár eftir þetta
sigldi hann skipi til Reykjarfjarðar. Það vitna bréf frá honum til
sýslumannsins í Strandasýslu.
03.12.2006.
iiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiHiiiiiiHiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiii
Bréffrá séra Guðmundi Bjamasyni í Ámesi til
sýslumanns Strandasyslu:
Veleðla hr. Profos.
„Frá Foríkunar nefndinni [sáttanefndinni] innleggst
hér með skýrsla tilheyrandi forlíkunar veseninu í Arnes-
hrepp á þessu ári. Sem og registur yfir dauða í Arnessókn
sama ár. Hér nteð auglýsist nánar að engin hórdóms eður
blóðskammarbrot hafa til fallið á þessu ári hér í sókn, hvað
ég vildi þénustuskilduglega ei gleyma að anfæra, yðar ve-
leðlaheitum til nákvæmrar eftir rettningar. Forblivende
[áfram] Yðar Veleðlaheita þénustuskildugur.
Arnesi31. desember 1822.
G. Bjarnason “
Heimild: Þjóðskjalasafn.
Skráð hefir: Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni.
IIIIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIMimMimilllMIMIIIIIIIIMIIIIimilllllMllimiMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
61