Strandapósturinn - 01.10.2007, Blaðsíða 71
hún var fyrir hendi. Var ég í því oft milligöngumaður milli bónd-
ans og búfjáreiganda og oddvita hreppsins um að bæta úr því
eftir því sem nauðsyn bar til og hægt var. Var það samstarf, allt frá
1949 og síðar, gott og reynt að bæta úr brýnni þörf.
í fyrstu voru flutningar á heyi milli landshluta mjög takmark-
aðir og nær óframkvæmanlegir, þar til heybaggabinding kom til
sögunnar. Þá opnuðust nýir möguleikar svo allt varð auðveldara í
þeim efnum - að öðrum fóðurvörum ógleymdum. Það sama gerð-
ist oft á vorin að fóðurforði varð of lítill til þess að hægt væri að
framfleyta bústofninum án fýrirsjáanlegra áfalla, þegar seint vor-
aði. Oftast, eða alltaf, tókst að ráða fram úr þessu, öllum til góðs.
Eg fór þessar eftirlitsferðir haust og vor.
Það var eitt sinn um sumarmál að ég lagði leið mína í þessum
erindum inn í Djúpuvík. Snjór var yfir en þó ekki það mikill að ég
fór á hesd innyfir Skörð (þ.e. Naustvíkurskörð) og sem leið liggur
um Reykjarfjörð. Eins og áður segir var enn nokkur snjór á jörðu.
En nú var hláka, hæg með sunnan golu, svo nokkur leysing var og
vöxtur í ám og lækjum. Þegar ég kem inn á Kvíaklettana í Reykj-
arfírði verður mér litið út í Djúpuvík þar sem umhverfíð þar blasti
við mér. Augu mín staðnæmdust við ána sem rennur niður hlíð-
ina, af fjallsbrún niður með byggingum síldarbræðslustöðvarinn-
ar á Djúpuvík.
Þessi á steypist fram af efstu fjallsbrún í fremur mjórri sprænu.
Skammt fyrir neðan fjallsbrúnina er hjalli með standgnípu á, sem
myndar eins og smágnípu fremst, en upp af henni er ávöl hæð
eða rani með nokkrum halla út frá hrygg sem hallast til beggja
hliða við þennan ás. I fyrstu rennur áin í nokkuð afmörkuðum
farvegi niður efsta hjallann þar til hún lendir á þessum ás og
klettasnös. Þar fer hún að breiða úr sér og dreifast um hálfgerðar
urðir beggja megin við ásinn og klettasnösina. Þarna dreifist hún
í hálfgerðri gijóturð og er eins og silfurlitur myndist á gijódnu.
Hún breiðir þarna verulega úr sér og rennur um nokkuð breitt
svæði báðu megin við ásinn og klettastrýtuna. Hún sem sagt klýf-
ur sig þarna og rennur í gijóturðinni niður hlíðina á merkilega
breiðu svæði og setur sérkennilegan svip á umhverfi sitt með tals-
verðum hávaða og glym. En klettagnípan sem hún fellur niður á
rís svo hátt að vatnið sneiðir framhjá henni. Má þó vera að það
69