Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 84
hjalli, dallurinn og víkurnar eru settar nákvæmlega þar sem þær
eiga heima og hvergi annarstaðar. Þarna hafa verið að verki mesti
listamaður allra tíma, almættið sjálft. A þessa dýrð horfir varðan
alla daga. Og þegar haustar og dimmir og eigin ljós sjást þá
undrar hana kannski hvað hefur orðið af öllu fólkinu og þegar
norðanvindurinn þeyttir snjónum umhverfis hann spyr hún
kannski norðanvindinn hvar alltfólkið sé. En hann segist ekki vita
það því hann sé að koma norðan úr höfum. Og varðan stendur
óhögguð og býður vorsins og þegar sunnanblærinn leikur um
hana spyr hún enn um fólkið og sunnanvindurinn segir að það sé
allt fýrir sunnan, að græða peninga. Segðu því að koma hingað,
hér er svo fallegt og friðsælt. Eg get það ekki ég er á leið norður í
höf að bræða ís svo að þar sé líka hægt að græða peninga. Skammt
frá vörðunni eru rústir af kofa er þeir félagar byggðu meðan þeir
önnuðust vörslu og sváfu stundum í er gott var veður. En smátt og
smátt er tíminn að breiða blæju sín yfir öll verksummerki um
þessa löngu liðnu tíma þannig að ekkert sést nema varðan og
brátt verða allir búnir að gleyma því hvers vegna hún stendur
þarna.
Eg rölti til baka niður í Kiókinn þar sem við vorið 1937 óðum
út í sjóinn upp í mitti til að sækja gaddavírinn í girðinguna. Eg
ákveð að ganga sandinn. Hann er fastur fyrir og góður yfirferðar,
en mér finnst hann lægri og ég sé í klappir, sem ég mann ekki
eftir að hafa séð fyrr. Eg kem að læknum er fellur sunnan við
gamla túnið. Þar er ennþá gamla brúin er við bræður byggðum
eitt vorið og var bílfær þó engin væri bílinn. Gijóthleðslan er enn
á sínum stað og virðist standast tímans tönn svo og stóru rekaviðar
tréin, sem virðast traust og ófúin, en dekkið er illa farið mikið
brotið og fúið. Eg geng sandinn, eins og ótal sinnum áður, fram
hjá Grýlusteinni, sem stendur enn traustur með dálítinn hefð-
arsvip, en áður gegndi hann því hlutverki að vera endastaur fyrir
túngirðinguna. Eg geng að Oddanum, en svo kölluðum við sand-
rifið er myndaðist þar sem áin og hafið mætast. Þar stendur enn
gamla gangspilið er við smíðuðum til léttara væri að setja bátana,
einkanlega er fækka tók í heimili. Spilið er dálítið brotið og orðið
skakkt, eins og öryrki, sem hefur orðið útundan í kerfinu. Þar
sem ég stend þarna rennur það upp fyrir mér að brúin og spilið
82