Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 101
„Vmlandi Páls“ í dag. Páll útilokar reyndar ekki að Vínland hafí
hugsanlega verið sunnar þ.e. einhversstaðar á strandlengjunni frá
Nova Scotia suður til New York, a.m.k er talið víst að Karlsefni hafi
komið á þær slóðir þegar hann fór í slóð Leifs nokkrum árum
síðar.
Meira um Tyrki „suðurmann“
En snúum okkur aftur að Tyrki suðurmanni. Þýskir fræðinrenn
hafa eignað sér Tyrki og talið hann Þjóðverja, en fátt styður þá
kenningu að mínu mati annað en það, að Tyrkir er sagður hafa
talað þýsku þegar hann kom úr könnunarleiðangri, sem Leifur
sendi hann í á Vínlandi og áður er getið, til að kanna landgæði
svæðisins og væntanlega einnig búsetumöguleika. Tyrkir varð við-
skila við förunauta sína eins og sagan greinir og fann þá vínberin,
sem eflaust hefur komið honum þægilega á óvart, og því tafðist
heimkoma hans til búðanna. Vínberin hafa eflaust vakið góðar
æskuminningar hjá Tyrki, enda vanur að neyta og njóta vínbeija
í æsku. Hann kornst þó til búða Leifs nokkrum klukkustundum
eftir að félagar hans skiluðu sér þangað og um það leyti sem leit
að honum var að hefjast. Segir sagan að þegar hann hitti Leif og
sagði frá fundi vínberjanna hafi hann verið mjög undarlegur í
háttum og talað þýsku. Jafnvel er gefið í skyn að hann hafi verið
ölvaður, en það nær auðvitað ekki nokkurri átt, því vínsafmn þarf
að lágmarki eina til tvær vikur til að geijast við bestu aðstæður.
Tyrkir var því ekki drukkinn og hefur því ekki talað þýsku í ölæði
a.m.k ekki við þetta tækifæri. Tilgáta þýskra fræðimanna um þjóð-
erni Tyrkis veikist því mjög. Fleira mætti benda á sem mælir gegn
því að Tyrkir hafi verið Þjóðverji þó auðvitað sé ekki hægt að úti-
loka það. En hver var þá þessi Tyrkir suðurmaður, hvaðan kom
hann og hverra manna var hann?
Uppruni Tyrkis suðurmanns
Nafnið Tyrkir og ekki síður viðurnefnið „suðurmaður“ eru út
af fyrir sig einstök og sérkennileg. Suðurmaður bendir til sunn-
anverðrar Evrópu, samanber „suðurgöngur“ Islendinga til Rómar
99