Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 103
Gizzurarson verkfræðingur hefur fært nokkur rök fyrir, þ.e. frá
þeim svæðum við Dnjeprfljót þar sem norrænir menn og Magyar-
ar/Tyrkir kynntust og áttu vafalítið einhver samskipti.
Með hliðsjón af framansögðu er því nærtækt að hugsa sér að
Eiríkur rauði hafi gefið honum nafnið Tyrkir eftir þjóðerni hans
eins og menn töldu það vera á þeim tíma.
Hvaðan kom Tyrkir?
En hvaðan kom hann og hvernig stóð á veru hans í Norður
Þýskalandi? Samkvæmt minni kenningu var Tyrkir mjög líklega í
herliði Magyara sem herjuðu inn í Austurríki og Þýskaland á 10.
öld og náðu allt norður til Brimaborgar og kornust jafnvel alla
leið að Ermasundi gegnum Frakkland og suður á Spán og til It-
alíu. Tyrkir var þá mjög ungur, sennilega 15-17 ára og gæti hafa
verið tekinn til fanga í mikilli orrustu sem Magyarar töpuðu við
Agsborg í Bæjaralandi 955. Þess má geta að Magyarar kenndu af-
komendum sínum að sitja hest jafnvel á barnsaldri, svo og að
skjóta af boga. Aldurs vegna hefur Tyrkir því vel getað tekið þátt í
orrustunni við Agsborg. Orrustu þessa háðu Magyarar við ekki
ómerkari andstæðing en Ottó I Þýskalandskeisara. Hann gæti
einnig hafa verið í herflokki Magyara sem fór norður til Brima-
borgar og verið tekinn þar til fanga. Hann hefur þvx vafalítið
kunnað þýsku allvel, enda búinn að dvelja í Þýskalandi í a.m.k 10-
15 ár þegar hann hitti Eirík rauða. Þar gæti einnig verið komin
skýring á þýskutali hans á Vínlandi, ef einhver fótur er fyrir þeirri
frásögn í Grænlendingasögu, sem er reyndar ótrúverðug eins og
áður segir. Eg gengjafnvel svo langt að telja að bernskustöðvar
Tyrkis suðurmanns hafi verið á Balatonsvæðinu í vestanverðu
Ungverjalandi og þá hugsanlega á því svæði sem ég nú stunda
vínrækt mína. Fyrir þessu má færa ýmis rök sem ég kem að í bæk-
lingnum, en fjalla ekki frekar um hér.
Sumum fmnast rök mín eflaust fremur léttvæg, en ég held því
fram að Tyrkir hafi kynnst vínvið og víngerð sem unglingur á vín-
ekrunum í „heimasveit minni“ við Balatonvatn, sem þá þegar var
mikið vínræktarsvæði og hafði verið allt frá dögum Rómverja frá
því fyrir Kristsburð og kunni Tyrkir því vafalítið til verka á því
101