Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 103

Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 103
Gizzurarson verkfræðingur hefur fært nokkur rök fyrir, þ.e. frá þeim svæðum við Dnjeprfljót þar sem norrænir menn og Magyar- ar/Tyrkir kynntust og áttu vafalítið einhver samskipti. Með hliðsjón af framansögðu er því nærtækt að hugsa sér að Eiríkur rauði hafi gefið honum nafnið Tyrkir eftir þjóðerni hans eins og menn töldu það vera á þeim tíma. Hvaðan kom Tyrkir? En hvaðan kom hann og hvernig stóð á veru hans í Norður Þýskalandi? Samkvæmt minni kenningu var Tyrkir mjög líklega í herliði Magyara sem herjuðu inn í Austurríki og Þýskaland á 10. öld og náðu allt norður til Brimaborgar og kornust jafnvel alla leið að Ermasundi gegnum Frakkland og suður á Spán og til It- alíu. Tyrkir var þá mjög ungur, sennilega 15-17 ára og gæti hafa verið tekinn til fanga í mikilli orrustu sem Magyarar töpuðu við Agsborg í Bæjaralandi 955. Þess má geta að Magyarar kenndu af- komendum sínum að sitja hest jafnvel á barnsaldri, svo og að skjóta af boga. Aldurs vegna hefur Tyrkir því vel getað tekið þátt í orrustunni við Agsborg. Orrustu þessa háðu Magyarar við ekki ómerkari andstæðing en Ottó I Þýskalandskeisara. Hann gæti einnig hafa verið í herflokki Magyara sem fór norður til Brima- borgar og verið tekinn þar til fanga. Hann hefur þvx vafalítið kunnað þýsku allvel, enda búinn að dvelja í Þýskalandi í a.m.k 10- 15 ár þegar hann hitti Eirík rauða. Þar gæti einnig verið komin skýring á þýskutali hans á Vínlandi, ef einhver fótur er fyrir þeirri frásögn í Grænlendingasögu, sem er reyndar ótrúverðug eins og áður segir. Eg gengjafnvel svo langt að telja að bernskustöðvar Tyrkis suðurmanns hafi verið á Balatonsvæðinu í vestanverðu Ungverjalandi og þá hugsanlega á því svæði sem ég nú stunda vínrækt mína. Fyrir þessu má færa ýmis rök sem ég kem að í bæk- lingnum, en fjalla ekki frekar um hér. Sumum fmnast rök mín eflaust fremur léttvæg, en ég held því fram að Tyrkir hafi kynnst vínvið og víngerð sem unglingur á vín- ekrunum í „heimasveit minni“ við Balatonvatn, sem þá þegar var mikið vínræktarsvæði og hafði verið allt frá dögum Rómverja frá því fyrir Kristsburð og kunni Tyrkir því vafalítið til verka á því 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.