Strandapósturinn - 01.10.2007, Page 109
Bæjarrúst í Hrófárseli. Lækurinn leiddur inn í bæinn.
bauð mér leiðsögn sína á staðinn, sem hann er nákunnugur. Tók
ég því fegins hendi. Laugardaginn 21. ágúst fórum við á vettvang.
Leiðin liggur frá Hrófárbrúnni nýju upp með ánni innanverðri
og er jeppafært um hálfa leið fram að Selinu. Seinni helmingur
leiðarinnar er innan við korters rölt í svipaða stefnu, um mjúka
hrísmóa og flóatetur. Þurrt var þó um að þessu sinni, vegna mik-
illa þurrka allt sumarið.
Bæjarrústirnar eru mestar og greinilegastar. Lækur rennur fast
við þær og sagði Benedikt mér, að menn t.d. Gísli Jónatansson,
teldu augljóst að innangengt hefði verið úr bænum í lækinn.
Lækur þessi rennur þarna um mýri og er vatnið í honum rauð-
mengað og ekki girnilegt til drykkjar. Rústir tvennra fjárhúsa sjást
greinilega, tveir garðar og jata á milli. Neðst (næst sjó) eru rústir
húss og heygarðstótt(P) áföst til norðurs, en hálfhringlaga torf-
garður sunnan við, fram á lækjarbakkann, sennilega aðhald fyrir
fénað, að áliti okkar B.S. Hugsanlega er þetta túngarðurinn, sem
Gísli nefnir. Eftir minni lauslegu athugun á þessum garði, sem ég
sá ekki betur en kæmi allur fram á myndinni á næstu blaðsíðu,
virðist hann aldrei hafa verið lengri en þetta.
107